Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 4
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 NEYTENDUR Fasteignasölur þurfa að fjölga starfsmönnum með lög- gildingu sem fasteignasalar þegar ný lög um sölu fasteigna, fyrir- tækja og skipa taka gildi á næst- unni. Störf réttindalausra sölu- manna eru úr myndinni, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, for- manns Félags fasteignasala. Hún segir að framvegis megi sölumenn á fasteignasölum ekki skoða fast- eignir, veita ráðgjöf eða taka niður tilboð og annast skjalagerð, heldur einungis starfsmenn með löggild- ingu. „Margir sölumenn hafa ekki verið á launum hjá fasteignasöl- um, heldur einungis á prósentum. Samkvæmt nýju lögunum hlýtur grundvöllur starfa þeirra að vera brostinn. Nú verða það eingöngu löggiltir fasteignasalar sem hafa heimild til að sinna öllum helstu störfum sem varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Ég get ekki séð að allir þeir sem starfa núna sem sölumenn á prósentum geti haldið áfram að vinna við það sem þeir mega ekki. Það gefur auga leið. Þeir sem eru réttindalausir mega hins vegar sinna einföldum störf- um,“ segir Ingibjörg. Hún legg- ur áherslu á að neytendur verði á varðbergi og spyrjist fyrir um hvort sá sem veitir þeim þjónustu á fasteignasölu hafi til þess bær réttindi. Ingibjörg gerir ráð fyrir að nú þurfi fasteignasölur að fjölga starfsmönnum með löggildingu. „Það er fullt af fólki sem hefur farið í gegnum námið í áranna rás sem gæti komið að borðinu sem réttindafólk. Samtímis munu væntanlega fleiri sækja um námið sem veitir þeim réttindi. Hingað til hafa menn ekki beinlínis séð ástæðu til þess að stunda þetta nám þar sem þeir gátu starfað án réttinda.“ Fyrstu fimm mánuði ársins sóttu ellefu manns um löggildingu sem fasteignasalar hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru umsóknirnar orðnar um 100. Lögmenn hafa hingað til getað öðlast réttindi til fasteignasölu á grunni lögmannsréttinda sinna. Samkvæmt nýju lögunum þurfa þeir eins og aðrir að stunda fjög- urra missera nám til að öðlast rétt- indin. „Við höfum lengi viljað sjá að lögmenn hefðu þann hluta náms- ins fyrir fasteignasala sem vantar í þeirra nám. Nú kemst sú breyt- ing á með nýju lögunum. Lögmenn hafa líklega verið að flýta sér að undanförnu að sækja um áður en nýju lögin taka gildi. Ég hef heyrt að lögmannafélagið hafi verið að hvetja sína menn til þess.“ ibs@frettabladid.is Grundvöllur starfa sölumanna brostinn Störf réttindalausra sölumanna á fasteignasölum eru út úr myndinni, segir Ingi- björg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Samkvæmt nýjum lögum sem senn taka gildi mega aðeins löggiltir fasteignasalar sinna öllum helstu störfunum. KVÍABRYGGJA Skoðað verður hvort mennirnir hafi notið aðstoðar og verið sóttir, en sé svo er viðkomandi samsekur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Margir sölumenn hafa ekki verið á laun- um hjá fast- eignasölum, heldur ein- ungis á prósentum. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. LÖGREGLUMÁL Flótti tveggja manna um tvítugt úr fangelsinu á Kvíabryggju endaði snögglega, innan við sólarhring síðar, þegar þeir fundust við sumarbústað á Þingvöllum. Ómögulegt er að mennirnir hafi komist þangað fótgangandi. Páll Winkel fangelsismála- stjóri segir að vegna þess að mennirnir hafi verið tveir eigi þeir yfir höfði sér ákæru og aukna fangelsis- vist. Hafi fangar sammælst um að strjúka varðar það fangelsi allt að þremur árum. „Hafi einhver sótt þá gerist hann líka samsekur. Það hefur aldrei fyrr verið hægt að sýna fram á að menn hafi sammælst um að strjúka úr fangelsi,“ segir Páll. Ekki er refsivert samkvæmt lögum að strjúka einn og óstuddur úr fangelsi. „Nei, ætli það sé ekki litið á það sem meinta sjálfsbjarg- arviðleitni.“ Mennirnir eru nú vistaðir í ein- angrun á Litla-Hrauni. - snæ Nær öruggt að mennirnir hafi fengið aðstoð með einhverjum hætti: Strokufangarnir eru í einangrun PÁLL WINKEL KVÍABRYGGJA Skoðað verður hvort mennirnir hafi notið aðstoðar og verið sóttir, en sé svo er viðkomandi samsekur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur á alþjóðlegri ráðstefnu um fjármögnun þróunarsamvinnu. Ráðstefnan fer fram dagana 13.- 16. júlí í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, en um leið varð Gunnar Bragi fyrsti ráðherra ríkisstjórn- arinnar til að ferðast til Afríku. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að í gær hafi ráðherrann flutt ávarp á málstofu á vegum SE4ALL-vettvangsins, eða Sjálfbær orka fyrir alla. Í ávarp- inu lagði hann áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar í þróunarsam- vinnu og greindi frá áherslum og stuðningi Íslands á því sviði. - ngy Áhersla á endurnýjanlega orku: Utanríkisráð- herra í Eþíópíu SAMGÖNGUR Af þeim flugfélögum sem flugu til og frá Íslandi í júní var EasyJet það stundvísasta. Þetta kemur fram í samantekt Dohop. Þrjú af hverjum fjórum flugum EasyJet fóru frá landinu á áætluð- um tíma og tæplega níu af hverjum tíu komu á réttum tíma. AirBerlin var stundvísasta félagið á leið til landsins en 94 pró- sent fluga félagsins voru á áætlun og meðalseinkun var aðeins rúmar tvær mínútur. EasyJet fylgdi í kjölfarið en næst á eftir kom Icelandair. 82 prósent fluga félagsins voru á áætlun og meðaltöf var tæpar sjö mínútur. - ngy Icelandair er þriðja stundvísast: EasyJet stund- vísasta félagið VIÐSKIPTI Sómi hefur fest kaup á Kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar hf. með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið heimili kaupin. „Það hefur verið skrifað undir kaupsamning en beðið er eftir samþykki Samkeppniseftirlits,“ segir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma. Alfreð á ekki von á því að gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins. „Ætlun okkar er að reka þetta áfram í óbreyttri mynd,“ segir hann. Alfreð segir kaupverðið trúnaðarmál en send verði út tilkynning með nánari upplýsingum þegar kaupin verða formlega gengin í gegn. Þykkvabæjar hafði verið í söluferli hjá KPMG frá því í vor. Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækið. Viðskiptablaðið greindi frá því að Íslensk ameríska hefði skoðað að kaupa fyrirtækið en ekkert varð úr. Hluthafar Þykkva- bæjar eru á fjórða tug. Fyrir- tækið hefur sérhæft sig á síðustu árum í fullvinnslu á kartöflum til neytenda. Rúmlega tuttugu starfsmenn starfa hjá fyrir- tækinu. Hagnaður þess var 13 milljónir króna árið 2013. - ih Búið er að undirrita kaupsamning en Samkeppniseftirlitið á eftir að leggja blessun sína yfir viðskiptin: Sómi kaupir Þykkvabæjar fáist samþykki KARTÖFLUR Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar selur fullunnar kartöfluafurðir til neytenda. ALFREÐ HJALTALÍN Kristinn, eru þeir að berja höfðinu við steininn? Já, þetta er steinrunnin og grjót- heimsk umræða. Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson eru ósáttir við að hafa verið reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Kristinn E. Hrafnsson listamaður fór fram á brottrekstur- inn. Hann segir þeim að hætta að væla. BRETLAND Til stóð að breska þingið kysi um að létta á takmörkunum á refaveiðum á Englandi í dag en Skoski þjóðarflokkurinn sem áður hafði lýst því yfir að hann myndi ekki taka afstöðu til málefna Eng- lands þvingaði fram frestun á atkvæðagreiðslunni. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir breytta afstöðu flokks síns stafa af harðri kröfu almennings á Englandi um að takmarkanir á refaveiðum standi. Brian May, fyrrverandi gítarleikari hljómsveitarinnar Queen, leiddi fjölmenn mótmæli fyrir utan þinghúsið í Lundúnum í gær. - srs Frestuðu atkvæðagreiðslu um að liðka fyrir refaveiðum: Mótmæla auknum refaveiðum REFFILEGIR REFAMÓTMÆLENDUR Fjöldi manns lagði leið sína að breska þinghús- inu til að mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SPURNING DAGSINS KOMDU OG UPPLIFÐU ÞJÓÐHÁTÍÐ 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 1 -D 3 F C 1 7 5 1 -D 2 C 0 1 7 5 1 -D 1 8 4 1 7 5 1 -D 0 4 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.