Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. júlí 2015 | SKOÐUN | 15
Frosti Logason ritar Bak-
þanka Fréttablaðsins 2.
júlí. Í lokaorðum hans
kemur skýrt í ljós, að
sjónarmið greinar hans
byggjast sannarlega ekki
á kristnu siðferði, miklu
fremur á andúð á kirkju
og kristindómi. Þetta er
orðið einum of algengt
meðal skriffinna. Hvers
vegna að skera sig svona
frá því sem er helzta líf-
akkeri Íslendinga þegar á
bjátar í tilverunni? Hvers
vegna að óvirða vizku aldanna og
þá siðakenningu meistarans frá
Nazaret og lærisveina hans, sem
fylgt hefur þjóðinni til góðs? –
m.a. grundvallað hér flesta spít-
ala okkar á miðöldum jafnt sem
á 20. öld, haft hér ómæld menn-
ingaráhrif í rit- og myndlist, auk
þess að afleggja útburð barna,
hólmgöngur (einvígi), þrælahald
og mannfórnir.
Frosti minnist á afnám þræla-
halds „á síðustu áratugum“ (svo)
og lætur sem það hafi verið
kristinni kirkju þvert um geð!
(Svo talar hann um vanþekkingu
annarra!) – En afnám þræla-
halds í Bandaríkjunum og Bret-
landi var fyrst og fremst bar-
áttu kristinna hugsjónamanna
að þakka – Granville Sharp, Fox,
Wilberforce lávarðar, Douglass,
Beecher Stove, Abrahams Lin-
coln o.m.fl., og þá hafði kaþólska
kirkjan um eitt og hálft árþúsund
beitt sér gegn þessu óréttlæti,
hver páfinn á fætur öðrum allar
götur út miðaldir og lengur for-
dæmt þrælahald, einnig þræla-
flutninga til Nýja heimsins.
Hvað gerði Hæstiréttur
Bandaríkjanna í þrælahalds-
málinu árið 1857? Úrskurðaði,
að það væri löglegt! Í alræmdu
máli Dreds Scott úrskurðaði
rétturinn, að þeldökkt fólk væri
ekki persónur að lögum (not legal
„persons“) samkvæmt banda-
rísku stjórnarskránni. Þræll
væri því eign eiganda síns og
mætti seljast og kaupast, þræla
honum út og jafnvel drepa hann
að vild þrælahaldarans! (Því
breytti Bandaríkjaþing ellefu
árum og heilli borgarastyrjöld
síðar með nýjum viðauka, 13th
& 14th Amendments, við stjórn-
arskrána.)
Frosti ætti því sízt að gefa
í skyn óskeikulleik og skín-
andi „sannleika“ þessa banda-
ríska hæstaréttar; og fráleitt er
að telja það réttan úrskurð, að
stjórnarskráin frá 18. öld hafi
falið í sér rétt samkynja fólks
til að giftast. Eins var það „legal
fiction“ (lagalegur tilbúning-
ur) hjá sama hæstarétti 1973
að úrskurða að stjórnarskráin
gæfi konum lagalegan rétt til
að láta eyða ófæddum afkvæm-
um sínum; ekkert var fjær hugs-
un stjórnarskrárhöfundanna.
Í öllum þremur tilvikum (1857,
1973, 2015) var þetta lögleysa
hæstaréttar, þar sem látið var
undan tíðaranda áhrifamikilla
þrýstihópa.
Eitt má þó þakka Frosta Loga-
syni: að minna lesendur á Kristin
stjórnmálasamtök, sem ganga út
frá kristnum gildum og andæfa
mörgu ranglætinu.
Sannleikur í hæsta-
rétti eða kristinni trú?
➜ Hvers vegna að
óvirða vizku aldanna
og þá siðakenn-
ingu meistarans frá
Nazaret og lærisveina
hans, sem fylgt hefur
þjíðinni til góðs? -
m.a. grundvallað hér
fl esta spítala okkar á
miðöldum jafnt sem
á 20. öld, haft hér
ómæld meinningar-
áhrif í rit og myndlist.
Jón Valur Jensson,
atvinnulaus
guðfræðingur,
ættgreinandi og
prófarka lesari
Þegar ég heyrði þau tíð-
indi ofan úr Efstaleiti
á föstudaginn að búið
væri að reka þær Hönnu
G. Sigurðardóttur og
Sigríði Stephensen, bara
sisona, kom mér í hug
orðalag mömmu sem er
101, að þetta væri eitt-
hvað defekt. Hún sagði
þetta jafnan og segir enn
þegar henni finnst skorta
eðlilegar skýringar á
atvikum og röksemda-
færsla og málsgögn úti
um dal og hól. Hlaut eig-
inlega að vera eitthvað defekt
þegar færustu útvarpskonurnar
á Rás 1 voru reknar á guð og
gaddinn. Og enn var stuðst við
aðferðafræði Páls Magnússonar
að sparka fólki samstundis út á
hlað og kemur upp eftirminni-
leg sena úr Skyttunum hans
Frikka Þórs þegar hvalföngur-
unum er sparkað út af Gaukn-
um. Fyrsta hugsunin eftir áfallið
felst gjarnan í spurningu: Hvað
hef ég gert af mér? Líkt og fórn-
arlamb nauðgunar fyllist sjálfs-
ásökun og sektarkennd, hvað
gerði ég rangt til að verðskulda
slíka meðferð?
Okkar RÚV
Okkar RÚV er vígorð Ríkisút-
varpsins þessa dagana. Líklega
verið að herða á því að stofnunin
sé í eigu landsmanna og tileinki
sér ákveðna hlutdeild í henni
umfram þá að borga afnota-
gjaldið sem er nefskattur. Læð-
ist að manni eftir atburði föstu-
dagsins að eitthvað fari þarna
á milli mála. Okkar RÚV losaði
sig við tvær útvarpskonur sem
höfðu unnið Okkar RÚVI af trú-
mennsku og faglegum
metnaði í áratugi. Það er
nefnilega svo að störf í
útvarpi eru náskyld leik-
húsvinnu. Við höldum úti
þjóðarleikhúsi og borgar-
leikhúsi ásamt atvinnu-
leikhúsi fyrir norð-
an. Þjóðarleikhús var
draumur Indriða Einars-
sonar sem hafði kynnst
slíku í Kaupmannahöfn.
Og það eru fastráðnir
leikarar sem bera uppi
starfið. Leikarinn dafnar
og þroskast með leikhúsi
sínu sem hann gerði ekki ella
og heldur ekki leikhúsið. Í því
liggur galdurinn. Nákvæmlega
hið sama gerist í útvarpi, þar
þroskast útvarpsfólk með miðli
sínum og er heilt ævistarf að
ná tökum á honum og sjálfu sér.
Bæði starf leikarans og útvarps-
mannsins felur í sér að koma á
sambandi við áhorfendur/hlust-
endur. Hvorir tveggja stunda
það að koma fram fyrir alþýðu
manna (performans). Eins og
í leikhúsinu er það ákveðinn
hópur útvarpsfólks sem ber hit-
ann og þungann af dagskrá og
útsendingunni. Ef það er hugs-
un einhverra dagskrárstjóra að
hægt sé að reka metnaðarfulla
útvarpsstöð með íhlaupafólki, þá
á hann bara eftir að reka sig á að
það er ekki hægt.
Svo vill til að konurnar sem
sparkað var á föstudaginn til-
heyra þeim hópi sem bera uppi
dagskrá Rásar 1 og það er afar
ótrúverðugt að ekki sé hægt að
gera neinar breytingar á dag-
skrá rásarinnar án þess að losa
sig við þær.
Þegar Ríkisútvarpið var gert
að svokölluðu opinberu hluta-
félagi var látið í veðri vaka að
slíkt fyrirkomulag mundi liðka
fyrir ýmsum viðskiptum út á
við og gera fyrirtækið straum-
línulagaðra. Slíkt hefur reynd-
ar ekki borist í hámæli en aftur
á móti tíðar fréttir af starfs-
mannamálum þar sem verið er
að ráða og reka. Útvarpsstjóri
þarf hvorki að spyrja kóng né
prest ef hann langar að reka ein-
hvern starfsmann. Sama lýtur að
dagskrárstjórum, þeir eru ein-
valdar með mannaráðningar og
mannarekstur eins og skipstjóri
á togara. Því er eins gott að vera
ekki með neitt múður ef fólk vill
halda plássinu.
Réðst þó ekki á garðinn þar
sem hann var lægstur
Ég veit að Hanna G. Sigurðar-
dóttir hefur sett fram faglega
gagnrýni þegar henni hefur
þótt þurfa og umræðan hefur
verið tekin á Rás 1. Því hvarflar
að manni að óöruggur dagskrár-
stjóri hafi gripið til þess óyndis-
úrræðis að reka Hönnu G. Má
þó eiga það að hann réðst ekki á
garðinn þar sem hann var lægst-
ur. Síðan hafi Sigríður Stephen-
sen verið valin af nokkru handa-
hófi til að auðvelda yfirklórið.
Þetta er auðvitað tilgáta, má
kalla samsæriskenningu. Og það
fer varla á milli mála að leikhús-
maðurinn útvarpsstjórinn hafi
haft einhvern pata af málinu
þegar það var að gerjast.
Það er vandræðalegt að
þurfa að minnast á aldur þeirra
tveggja kvenna sem Okkar
RÚV hefur nú gert að taka pok-
ann sinn. Báðar á sextugsaldri,
einstæðar mæður og eru fyrir-
vinnur á heimilum sínum. Þær
fá ekki störf í sínu fagi þar sem
þau eru ekki til annars staðar en
á Rás 1 og þær hafa sjálfar skap-
að. Borgarleikhúsið sá að sér
eftir að hafa rekið Theodór Júlí-
usson og hann hélt stöðu sinni.
Engin minnkun fyrir fyrrver-
andi borgarleikhússtjóra að við-
urkenna mistök OKKAR RÚVS
eins og eftirmaður hans gerði,
biðjast fyrirgefningar fyrir hönd
OKKAR RÚVS og bjóða kon-
urnar velkomnar.
Ég endurtek svo eins og
mamma á hundraðasta og öðru
aldursári: Þetta er eitthvað
defekt þarna í Efstaleiti.
Það er eitthvað defekt í Efstaleiti
SAMFÉLAGSMÁL
Finnbogi
Hermannsson,
útvarpsmaður
og rithöfundur í
Hnífsdal
Veldu nýtt krydd í tilveruna
Maggi býður nú þrjár nýjar kryddblöndur sem gefa
uppáhaldsréttum fjölskyldunnar ómótstæðilegt bragð.
Töfraðu fram einfalda og gómsæta rétti á augabragði.
Kryddblanda fyrir lasanja
2 31
Stráið rifnum
osti yfir réttinn.
Bakið í 180°C
heitum ofni í ca 30 mín. Látið réttinn
standa í 5 mínútur áður en hann er
borinn fram. Berið fram með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við
vatni, léttmjólk
og innihaldi pakkans. Látið
krauma við lágan hita í 5 mín.
Setjið til skiptis
kjötsósuna og
lasanjaplötur í
smurt fat. Hafið
sósu í neðsta og efsta laginu.
40 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk, magurt
10 g olía til steikingar
4 dl vatn
3 dl léttmjólk
8 lasanjaplötur
50 g rifinn ostur
Kryddblanda fyrir spaghettísósu
2 31
Berið fram
með pasta og rifnum osti.
Smakkast vel með salati.
Steikið
kjöthakkið.
Bætið við vatni.
Blandið
innihaldi pakkans
saman við hakkið og hrærið vel.
Látið krauma í 10 mínútur. 15 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT400 g kjöthakk
4 dl vatn
10 g olía til steikingar
200 g spaghettí, heilhveiti
Kryddblanda fyrir kjötbollur
2 31
Setjið hakkið saman
við og blandið vel.
Mótið kjötbollur
og steikið í 220°C heitum ofni í ca
15 mín. eða steikið á pönnu. Berið
fram með heimalagaðri kartöflu-
mús og gufusoðnu grænmeti.
Hellið innihaldi
pakkans út í vatn
og látið taka sig í 5 mínútur.
20 mín
skammtar
4 FERSK VIÐBÓT600 g kjöthakk, magurt
2 dl vatn
10 g olía til steikingar
Grænmeti: 125 g rauð
paprika, 200 g kúrbítur
Kartöflumús:
600 g kartöflur
4 dl léttmjólk
2 g salt
TRÚMÁL
➜Svo vill til að konurnar sem sparkað var á föstudaginn
tilheyra þeim hópi sem ber uppi dagskrá Rásar 1 og það er
afar ótrúverðugt að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á
dagskrá rásarinnar án þess að losa sig við þær.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-0
5
5
C
1
7
5
2
-0
4
2
0
1
7
5
2
-0
2
E
4
1
7
5
2
-0
1
A
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K