Fréttablaðið - 02.12.2015, Side 12
SHAPE DELUXE
heilsurúm
m/classic botni
Shape deluxe heilsurúm:
• Lagar sig fullkom lega að líkama þínum
• 26 cm þykk heilsudýna
• 2 cm latexlag bólstrað í áklæði
• 4 cm gel memoryfoam
• 4 cm shape memoryfoam
• Non-slip efni á botni dýnunnar
• Engir rykmaurar
• 5 ára ábyrgð!
• Ofnæmisprófuð
• Burstaðir stálfætur
Stærð cm. Fullt verð Jólatilboð
100x200 129.900 103.920
120x200 164.900 131.920
140x200 184.900 147.920
160x200 209.900 167.920
180x200 234.900 187.920
Jólatilboð 20% afsláttur
NATURE’S DIAMOND
heilsurúm
25%
AFSLÁTTUR
Nature’s Diamond heilsudýna
með Classic botni og löppum
nú á jólatilboði í Dorma.
Verðdæmi:
Stærð: 180x200 cm.
Fullt verð: 204.900 kr.
Aðeins 153.675 kr.
Jólatilboð 180 x 200 cm
Aukahlutur á
mynd: rúmgafl.
Afgreiðslutími
Mán. til fös. frá kl. 10–18
Laugardaga frá kl. 11–16
www.dorma.is
Holtagörðum
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
MEIRA Á
dorma.is
Aðeins 19.900 kr.
TVENNUTILBOÐ
dúnsæng + koddi
O&D dúnsæng – Stóri björn
· 50% dúnn og 50% smáfiður
Fullt verð: 19.900 kr.
+ Dúnkoddi – Stóri björn
Fullt verð: 5.900 kr.
Fullt verð samtals:
25.800 kr.
Hafðu það
notalegt um jólin
Komdu í Dorma
Val um svart eða hvítt PU
leður eða grátt áklæði á botni.
SHAPE
B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G
20%
AFSLÁTTUR
JÓLA-
TILBOÐ
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is
Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár!
Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki
auk þess að vera mjög falleg og líkjast
þannig raunverulegum trjám.
Einföld samsetning.
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• 10 ára ábyrgð
• Stálfótur fylgir
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Laugardagar kl. 11-18
Sunnudagar kl. 12-18
Falleg jólatré
Þýskaland Þýska stjórnin samþykkti
í gær taka þátt í hernaði Frakka gegn
„Íslamska ríkinu“ í Sýrlandi. Stjórnin
vonast til þess að fá samþykki þings
ins á föstudaginn.
Angela Merkel kanslari hefur heitið
því að útvega að minnsta kosti þúsund
hermenn ásamt herþotum og freigátu.
Frakkar hófu lofthernað gegn Ísl
amska ríkinu í Sýrlandi strax í kjölfar
voðaverkanna í París í síðasta mánuði.
Sjálfsvígsárárásir kostuðu þar 130
manns lífið.
Ursula von Leyen varnarmálaráð
herra tók fram að ekkert hernaðar
samstarf við stjórn Bashars al Assad
forseta komi til greina. Hún sagði
hins vegar mikilvægt að koma í veg
fyrir að ríkisvaldið í Sýrlandi hrynji.
Ekki megi endurtaka mistökin frá
Írak þegar stuðningsmönnum Sadd
ams Hussein var öllum bolað burt,
með þeim afleiðingum meðal annars
að margir þeirra eru nú gengnir til liðs
við Íslamska ríkið.
FrankWalter Steinmeier utanríkis
ráðherra segir síðan óhjákvæmilegt
að reikna með því að þessi hernaður
muni dragast verulega á langinn.
André Wüstner, sem er formaður
Bandalags þýskra hermanna, tekur í
sama streng: „Ég reikna með að þessi
hernaður, ef við sinnum honum af
alvöru, muni vara töluvert lengur en
tíu ár,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali
í gærmorgun.
Breska stjórnin hefur sömuleiðis
ákveðið að halda í hernað gegn Ísl
amska ríkinu. Reiknað er með því
að breska þingið samþykki loftárásir
með miklum meirihluta. Málið verður
rætt á breska þinginu í dag og eru tíu
klukkustundir ætlaðar til umræðn
anna.
Miklu skiptir fyrir úrslitin að
Jeremy Corbyn, formaður Verka
mannaflokksins, ákvað að þingmenn
flokksins hefðu frjálsar hendur um
atkvæðagreiðslu í staðinn fyrir að
skylda þá til þess að greiða atkvæði
gegn árásunum, eins og hann hefði
getað gert í krafti leiðtogavalds síns.
Þar með þykir ljóst að heimildin
verði samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta, þótt vitað sé að hluti
Verkamannaflokksins og einhver
hluti Íhaldsflokksins muni greiða
atkvæði gegn henni.
Þá hefur arabíska fréttastöðin Al
Jazeera skýrt frá því að Sýrlenska
þjóðarbandalagið hafi, ásamt fleiri
samtökum sýrlenskra stjórnarand
stæðinga, samþykkt að taka þátt í
friðarviðræðum síðar í mánuðinum í
Ríad, höfuðborg SádiArabíu.
gudsteinn@frettabladid.is
Stjórnir Þýskalands og
Bretlands vilja hernað
Ákvarðanir beggja stjórna bornar undir þjóðþing landanna í vikunni. Þýskir
hermenn telja þurfa meira en áratug til að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins.
loftslagsmál Stofnaður hefur
verið alþjóðlegur samstöðuhópur
um nýtingu jarðhita (Global Geo
thermal Alliance), en tilkynnt
var um stofnun hópsins á fundi í
tengslum við Loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í París í gær.
Á meðal stofnenda með Íslandi eru
Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og
NýjaSjáland, fjölmörg þróunarríki
og fjölþjóðlegar stofnanir og aðilar
á borð við Alþjóðabankann, Afríku
sambandið og svæðabundna þró
unarbanka. Orkustofnun, Íslenskar
orkurannsóknir – ÍSOR og Jarðhita
skóli háskóla SÞ eru ennfremur
stofnaðilar.
Gunnar Bragi Sveinsson utan
ríkisráðherra flutti opnunarávarp
fundarins. Ísland hefur verið í farar
broddi ríkja um stofnun samstöðu
hópsins en alþjóðleg samtök um
endurnýjanlega orkugjafa, IRENA,
hafa leitt vinnuna og munu vista
samstarfsvettvanginn, sem verður
í Abú Dabí.
Í ræðu sinni sagði utanríkisráð
herra að alþjóðasamfélagið yrði að
ná saman um metnaðarfull mark
mið í loftlagsmálum. – shá
Byggt undir nýtingu jarðhitans
Ísland hefur verið í fararbroddi ríkja
um stofnun samstöðuhópsins.
fréttablaðið/valli
frakkland Barack Obama Banda
ríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki
til þess að halda friðinn og draga úr
þeirri spennu sem verið hefur milli
ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður
rússneska herþotu.
„Við eigum okkur sameiginlegan
óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem
hann flutti á loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í París í gær,
og átti þar við „Íslamska ríkið“, sam
tök vígamanna sem hreiðrað hafa
um sig í Sýrlandi, Írak og víðar.
„Ég vil tryggja að við einbeitum
okkur að þeirri hættu,“ sagði
Obama.
Vladimír Pútín notaði sama vett
vang á mánudaginn til að saka Tyrki
um að hafa skotið niður rússnesku
herþotuna til að verja eigin hags
muni af olíuviðskiptum við víga
sveitir Íslamska ríkisins.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, mótmælir harðlega full
yrðingum Vladimírs Pútín Rúss
landsforseta um að tilgangur Tyrkja
með því að skjóta niður rússneska
herþotu hafi verið að verja olíuvið
skipti sín við Íslamska ríkið. Segir
hann að Rússar geti ekki slengt
þessu fram án þess að leggja fram
sannanir:
„Við erum ekki svo óheiðar
legir að kaupa olíu frá hryðjuverka
mönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það
sannast að við höfum í raun gert
það, þá mun ég segja af mér.“
Erdogan ítrekar hins vegar
gagnrýni sína á loftárásir Rússa
á uppreisnarsveitir Túrkmena í
norðvestur hluta Sýrlands. Túrk
menar eru skyldir Tyrkjum og njóta
óskoraðs stuðnings Tyrklands
stjórnar.
Þeir Obama, Pútín og Erdogan
hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í
París ásamt flestum öðrum þjóðar
leiðtogum heims. – gb
Hvetur Pútín og Erdogan til að halda
friðinn og horfa á sameiginlegan óvin
barack Obama á lotfslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. fréttablaðið/EPa
angela Merkel Þýskalandskanslari, David Cameron, forsætisráðherra bretlands, og
franÇois Hollande frakklandsforseti á leiðtogafundi í brussel í október.
fréttablaðið/EPa
Ég reikna með að
þessi hernaður, ef
við sinnum honum af alvöru,
muni vara töluvert lengur en
tíu ár.
André Wüstner, formaður Bandalags
þýskra hermanna
2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I k U d a g U r12 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-1
D
7
8
1
7
4
9
-1
C
3
C
1
7
4
9
-1
B
0
0
1
7
4
9
-1
9
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K