Fréttablaðið - 02.12.2015, Blaðsíða 16
Í dag
19.10 Stjarnan - Grindavík Sport 3
19.40 S’ton - Liverpool Sport & 2
Domino’s-deild kvenna
19.15 Stjarnan - Grindavík Ásg.
19.15 Hamar - Valur Hveragerði
19.15 Haukar - Keflavík Ásvellir
Nýjast
M’brough 0 – 2 Everton
Stoke 2 – 0 Sheff. Wed.
Man. City 4 – 1 Hull City
Everton, Stoke og Manchester City
eru öll komin áfram í undanúrslit
keppninnar. Fjórðungsúrslitunum
lýkur í kvöld með viðureign South
ampton og Liverpool.
Enski deildabikarinn
Fótbolti Svekkjandi tap á móti
Liverpool um helgina þýðir að upp
skeran úr síðustu fjórum leikjum
hjá Swansea City er aðeins eitt stig.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru
því á leiðinni í harða fallbaráttu í
ensku úrvalsdeildinni ef svo heldur
fram sem horfir.
Svanirnir frá Wales unnu 21 sigur
á Man chester United í lok ágúst og
voru þá með átta stig í fjórða sæti
deildarinnar. Síðan þá hefur liðið
aðeins unnið einu sinni í síðustu
tíu deildarleikjum sínum og er það
aðeins fjórum stigum frá fallsæti.
Gylfi raðaði inn stoðsendingum
Staðan var allt önnur fyrir ári þegar
Swansea sat í sjöunda sæti deildar
innar og Gylfi Þór Sigurðsson var í
toppbaráttu við Chelseamanninn
Cesc Fabregas á stoðsendingalist
anum.
Það eru bara tvö lið sem hafa
„hrunið“ meira í töflunni frá því á
sama tíma í fyrra, Englandsmeist
arar Chelsea og Newcastle United.
Swansea og Southampton eru bæði
sjö sætum neðar en þeir voru 1.
desember í fyrra.
Munur á gengi liðsins kristall
ast í tölfræði Gylfa sem var búinn
að leggja upp átta mörk á þessum
tíma í fyrra en hefur aðeins gefið
eina stoðsendingu í fyrstu þrettán
leikjum liðsins í ár.
Eina stoðsending Gylfa kom á
móti Manchester United í síðasta
leik fyrir sögulegt landsleikjahlé
þar sem hann hjálpaði íslenska
karlalandsliðinu að komast inn á
sitt fyrsta stórmót.
Gylfi kom að marki á 110 mín
útna fresti á fyrstu sextán vikum
tímabilsins í fyrra en hefur aðeins
komið að marki á 350 mínútna
fresti á þessari leiktíð.
Jafnmörg spjöld og mörk
Það að Gylfi sé með jafnmörg gul
spjöld (3) og sköpuð mörk (3) á
þessu tímabili er tölfræði sem knatt
spyrnuáhugafólk á Íslandi hefur
ekki séð mikið af á síðustu árum.
Auðvitað hefur þetta mikil áhrif
á markaskor Swansealiðsins enda
kom Gylfi að 10 af fyrstu 17 mörk
um Swansea á síðasta tímabili eða
59 prósent markanna.
Garry Monk, knattspyrnustjóri
Swansea, hrósaði sínum mönnum
eftir Liverpoolleikinn og talaði um
Vonandi ekki svanasöngur
Swansea City er sjö sætum neðar í töflunni í ensku úrvalsdeildinni heldur en á sama tíma í fyrra. Gylfi Þór
Sigurðsson hefur átt þátt í mun færri mörkum í ár en í fyrstu fjórum mánuðunum á síðasta tímabili.
leikir Swansea
frá ágúst til 1. desember 2014
Sigur á Man. United
Sigur á burnley
Sigur á WbA
Tap fyrir Chelsea
Tap fyrir Southampton
Jafntefli við Sunderland
Jafntefli við Newcastle
Tap fyrir Stoke
Sigur á leicester
Jafntefli við Everton
Sigur á Arsenal
Tap fyrir Man. City
Jafntefli við C. Palace
leikir Swansea
frá ágúst til 1. desember 2015
Jafntefli við Chelsea
Sigur á Newcastle
Jafntefli við Sunderland
Sigur á Man. United
Tap fyrir Watford
Jafntefli við Everton
Tap fyrir Southampton
Jafntefli við tottenham
Tap fyrir Stoke
Sigur á Aston Villa
Tap fyrir Arsenal
Tap fyrir Norwich
Jafntefli við bournemouth
Tap fyrir liverpool
tölfræði Gylfa
13 leikir 1096 mínútur
tölfræði Gylfa
14 leikir 1052 mínútur
tölfræði Swansea tölfræði Swansea
Á upp- eða niðurleið
Hér fyrir neðan má sjá saman
burð á stöðu liðanna sautján sem
hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
undanfarin tvö tímabil. Þetta er
mismunur á sæti liðsins í ár miðað
við á sama tíma í fyrra. Það kemur
ekki á óvart að hrunið sé mest hjá
Chelsea en Swansealiðið er einn
ig mjög neðarlega.
Leicester City +18
Crystal Palace +7
Liverpool FC +5
Arsenal FC +2
Tottenham Hotspur +2
West Bromwich Albion +2
Everton FC +1
Manchester City +1
Manchester United +1
Stoke City Sama sæti
West Ham United -3
Aston Villa -4
Sunderland AFC -4
Southampton FC -7
Swansea City -7
Newcastle United -10
Chelsea FC -13
✿ Mjög ólík tímabil hjá Gylfa Sigurðssyni og Swansea
StoðsendingMark
5
sigrar
4
jafntefli
4
töp
+3
í markatölu
(17-14)
49%
stiga í húsi
8.
sæti
-5
í markatölu
(14-19)
33%
stiga í húsi
15.
sæti
3
sigrar
5
jafntefli
6
töp
2
mörk
8
stoðsendingar
2
mörk
1
stoðsending
Skapað
mark á
110
mínútna
fresti
Skapað
mark á
350
mínútna
fresti
GrAFíK/GArðAr
ósanngjörn úrslit eftir leikinn. Það
má deila um hversu vel liðið spilaði
en niðurstaðan var á svipuðum
nótum og í leikjunum á undan.
Gylfi, sem byrjaði á bekknum í
leiknum á undan, kláraði nú allar
90 mínúturnar en tókst ekki frekar
en félögum hans að búa til mark.
Gylfi hefur nú ekki lagt upp mark
í tíu leikjum í röð og mörkin tvö
sem hann hefur skorað á þeim tíma
hafa komið úr vítaspyrnu og beint
úr aukaspyrnu.
Skoraði í eina sigurleiknum
Markið sem hann skoraði á móti
Aston Villa var glæsilegt og kom í
eina sigurleik liðsins í september,
október og nóvembermánuði.
Það reynir heldur betur á Gylfa
Þór og félaga í næstu tveimur
leikjum sem eru á móti tveimur
efstu liðum deildarinnar, Leicester
City og Manchester City. Næsti
leikur á móti liði sem er núna neðar
í töflunni er ekki fyrr en á nýju ári
(Sunder land, 12. janúar).
Monk hefur ekki áhyggjur af fall
baráttu en óbreytt ástand þýðir bara
vandræði og mögulegan svanasöng í
deildinni. ooj@frettabladid.is
hvað gerir eygló í ísrael?
Evrópumeistaramótið í sundi í 25 m
laug hefst í Ísrael í dag en Ísland á
þrjá keppendur á mótinu. Eygló Ósk
Gústafsdóttir hefur
fyrst keppni í 100 m
baksundi en hún
bætti Íslandsmet
sitt í greininni á
Íslandsmeistara
mótinu í síðasta
mánuði er hún synti
á 58,40 sekúndum.
Er það tíundi besti tími Evrópubúa
á árinu. Eygló keppir í alls fjórum
greinum á mótinu en auk hennar eru
á meðal keppenda Aron Örn Stefáns
son skriðsundskappi og Inga Elín
Cryer sem keppir í bæði skriðsundi
og flugsundi. Hrafnhildur Lúthers
dóttir og Anton Sveinn McKee eru
ekki í keppnisliði Íslands að þessu
sinni þar sem þau eru við æfingar í
Bandaríkjunum.
Jón guðni til sænsku
meistaranna
Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson
skrifaði í gær undir þriggja ára
samning við Svíþjóðarmeistara IFK
Norrköping en hann kemur frá GIF
Sundsvall, þar sem hann hefur verið
undanfarin þrjú ár. Jón Guðni er 26
ára og fyrrverandi leikmaður Fram
en hann hóf atvinnumannsferil
sinn með Germinal Beerschot í
Belgíu árið 2012. „Það voru fleiri
möguleikar í stöðunni en það
var farsælast fyrir fjölskylduna
að halda okkur innan Svíþjóðar,
ekki síst þar sem við eigum von á
barni í lok janúar,“ sagði Jón Guðni
við Fréttablaðið í gær. „Mér fannst
tími til kominn að taka næsta skref
á mínum ferli – komast í stærra og
betra lið sem vill berjast um titla,“
bætti hann við en Jón Guðni stefnir
eins og svo margir aðrir að því að
vinna sér sæti í íslenska landsliðinu
fyrir EM næsta sumar.
sif áfram í kristianstad
Sif Atladóttir hefur framlengt
samning sinn við sænska félagsliðið
Kristianstads DFF og leikur því með
liðinu á næsta tímabili sem verður
hennar sjötta í röð í Svíþjóð. Þjálfari
liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir
sem hefur þegar misst Margréti Láru
Viðarsdóttur til Vals á Íslandi en
hún segist í samtali við
Kristanstadsbladet í
Svíþjóð vonast til að
halda Elísu, systur
Margrétar Láru,
sem er nú að
skoða tilboð frá
bæði liðum
á Íslandi
sem og víðar.
Kristianstad
hafnaði í sjöunda
sæti sænsku úr
valsdeildarinnar
en tímabilinu
lauk í haust.
2 . d E S E M b E r 2 0 1 5 M i Ð V i K U d A G U r16 S P o r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð
sport
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-4
0
0
8
1
7
4
9
-3
E
C
C
1
7
4
9
-3
D
9
0
1
7
4
9
-3
C
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K