Fréttablaðið - 02.12.2015, Side 30
Framleiðsla eykst í JapanSjávarútvegur
Iðnaðarframleiðsla jókst um 1,4 prósent í Japan í október frá mánuðinum á undan. Það er í annað sinn sem iðnaðarframleiðsla eykst. Mest var
framleiðsla farartækja, raftækja og annarra tækja. Myndin, sem var tekin á mánudag, sýnir framleiðslu í Mitsubishi Fuso trukkaverksmiðjunni í
Kawasaki, nærri Tókýó, í Japan. Fréttablaðið/epa
Spennan á milli Rússlands og Tyrk-
lands hefur aukist hratt eftir að
Tyrkir skutu niður rússneska orr-
ustuþotu sem sögð var hafa flogið
inn í tyrkneska lofthelgi, og það er
nú þegar ljóst að versnandi samskipti
þjóðanna munu hafa neikvæðar
efnahagslegar afleiðingar í för með
sér fyrir báðar þjóðirnar.
Frá hagfræðilegu sjónarhorni
hefur svipuð þróun átt sér stað í
báðum löndunum á síðustu 15 árum
– þróun sem hefur átt sér samsvörun
í uppgangi forseta landanna tveggja,
Vladimírs Pútín og Receps Tayyip
Erdogan.
Litið var á báða forsetana sem
efnahagslega umbótamenn, og efna-
hagsstefnan bæði í Tyrklandi og
Rússlandi upp úr 2000 var greinilega
umbótasinnuð. Bæði í Tyrklandi og
Rússlandi voru fyrstu ár 21. aldar
tímabil opnunar í hagkerfinu, einka-
væðingar og minnkunar á ríkisút-
gjöldum. Það má segja að bæði Pútín
og Erdogan hafi verið skínandi dæmi
um hið svokallaða Washington-sam-
komulag á þessum tíma og árangur-
inn var jákvæður. Rússland náði sér
eftir greiðslufallið 1998 og í Tyrk-
landi varð sterkur hagvöxtur þegar
hagkerfið, undir forystu þáverandi
forsætisráðherra, Erdogans, vann sig
út úr banka- og gjaldmiðilskrepp-
unni 2001-2.
Það eru engar ýkjur að segja að
2005 hafi bæði Erdogan og Pútín
verið eftirlæti fjármálamarkaðanna,
og á þeim tíma var erfitt að finna
nokkurn mann á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum sem hafði eitthvað
slæmt að segja um efnahagsstjórn
þeirra. Tíu árum síðar er sagan allt
önnur – báðir forsetarnir hafa sýnt
aukna einræðistilburði, þeim er
vantreyst á alþjóðavettvangi og bæði
Rússland og Tyrkland hafa glatað
ljómanum á fjármálamörkuðum um
allan heim.
Að miklu leyti stafar það af efna-
hagskreppunni um allan heim og
veikleikanum í kínverska hagkerfinu,
en að mörgu leyti er það líka vegna
greinilegs viðsnúnings á efnahags-
umbótum í báðum löndunum. Um
leið og báðir forsetarnir hafa orðið
ráðríkari hefur efnahagsstefna þeirra
færst í auknum mæli í átt til ríkis-
afskipta, mismununar og verndar-
stefnu. Það er sannarlega ekki hjálp-
legt fyrir langtímahagvöxt og líklegt
að bæði hagkerfin muni halda áfram
að hægja á sér næsta áratuginn.
tvenns konar meginleitni:
lýðfræði og olíuverð
Framtíðin virðist vissulega bjartari
fyrir Tyrkland en Rússland og þótt
rússneska hagkerfið sé núna meira
en tvöfalt stærra en það tyrkneska
er líklegt að það breytist verulega á
komandi áratugum þar sem Tyrkland
mun sennilega vaxa mun hraðar en
Rússland.
Ástæðan fyrir þessu sést í tvenns
konar meginleitni. Í fyrsta lagi eru
það horfur hvað varðar olíuverð. Þar
sem hagvöxtur í Kína mun fyrirsjáan-
lega minnka enn meira næsta áratug-
inn og tæknibreytingar gera olíuleit
ódýrari gæti olíuverð orðið lágt lengi
enn. Fyrir olíuútflytjandann Rúss-
land eru þetta augljóslega slæmar
fréttir, en Tyrkland er orkuinnflytj-
andi og mun hagnast á lágu olíuverði.
Tyrkland mun jafnframt hagnast á
annars konar leitni – hinni lýðfræði-
legu. Tyrkneska þjóðin er mjög ung
og fólksfjölgun er mikil. Þetta þýðir
að vinnuafl í Tyrklandi mun vaxa
mikið á komandi áratug. Hins vegar
eru lýðfræðilegar horfur í Rússlandi
hræðilegar. Mjög lág fæðingartíðni
eftir hrun Sovétríkjanna þýðir að
Rússar sjá nú fram á áframhaldandi
mikla minnkun á vinnuafli. Í raun
gæti vinnuafl Rússa dregist saman
um þriðjung á komandi áratugum.
Þetta hefur nú þegar slæm áhrif á
rússneskan hagvöxt og svo mun
verða áfram á komandi áratugum.
Þótt ríkisafskiptastefna bæði
Erdogans og Pútíns séu slæmar fréttir
– sér Erdogan þó fram á verulegan
efnahagslegan meðbyr, en Pútín
stendur frammi fyrir mjög erfiðum
kerfislegum áskorunum. Því miður
lítur út fyrir að Pútín reyni að takast
á við þessi verkefni með því að verða
sífellt ágengari í utanríkisstefnu sinni
í stað þess að sækjast eftir nauðsyn-
legum efnahagsumbótum.
Fyrrum umbótasinnar í vígahug
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
Framtíðin virðist
vissulega bjartari
fyrir Tyrkland en Rússland
og þótt rússneska hagkerfið
sé núna meira en tvöfalt
stærra en það tyrkneska er
líklegt að það breytist
verulega á komandi ára-
tugum.
Erum við í ofurveruleika?
Ég sat jafnréttisþing í liðinni viku þar
sem tölur sýndu enn og aftur fram
á mjög skökk hlutföll kynjanna í
fréttatengdu efni ljósvakamiðla. Var
ég hissa? Nei. Í fjögur ár benti FKA
markvisst á skökk hlutföll í stjórnum
og nú hefur félagið bent á það í tvö ár
að konur eru aldrei meira en 20-30%
viðmælenda í fréttatengdu efni ljós-
vakamiðlanna. Ég vonaðist þó til að
útkoman hefði skánað örlítið. Í fram-
haldinu las ég stöðuuppfærslur og
greinar eftir fólk úr ólíkum geirum og
varð hugsi eina ferðina enn.
Stöldrum við
Þegar ég heyri setningar á borð við
þær að miðlarnir „endurspegli bara
raunveruleikann“, þá staldra ég við.
Sjálf hef ég verið í fjölmiðlum frá ung-
lingsárum og því fylgst með þróuninni
og reglulega hef ég viðrað skoðanir
mínar og rætt áhyggjur af þróuninni,
eða stöðnuninni, við kollega og yfir-
menn. Ég gef ekki lengur mikið fyrir
yfirlýsingar um að það sé erfitt að fá
konur í viðtöl. Af hverju? Jú, því ég
veit betur, reyndi það á eigin skinni og
held utan um viðmælendalista tæp-
lega 500 kvenna úr atvinnulífinu sem
gefa kost á sér í viðtöl eða sem fyrirles-
arar á ráðstefnur ef eftir því er leitað.
Aldrei stendur á þeim hópi kvenna.
Hins vegar get ég fallist á þau rök að
hlutfall karla sem eru við völd skapi
skekkju að einhverju leyti.
Viljaleysi eða skortur á stefnu
En það hljóta að þurfa að koma til
fjölbreyttari viðmælendur og nýjar
nálganir. Mögulega þarf annars konar
nálgun á konurnar, en það er þá einn-
ig umhverfisins að læra og þróast í
takt við þær mannverur sem byggja
land. Og að eingöngu tuttugu prósent
kvenna komist í fréttatengda umræðu?
Er það viljaleysi eða skortur á stefnu?
Það er í það minnsta ekki ásættanlegt.
Það er víst til hugtak sem heitir ofur-
veruleiki (hyperreality) en þar ein-
kennist nútíminn af ógreinilegum
mörkum milli raunveruleika og
blekkingar. Eftirmyndir raunveru-
leikans, svo sem í fjölmiðlum, beinum
útsendingum og auglýsingum, verða
raunverulegri en veruleikinn sjálfur.
Legg til að við förum að koma okkur
í raunverulegri veruleika. Að taka
ákveðna stefnu í ákveðnum málum,
breyta og standa við ákvörðunina er
eina leiðin. Ef vilji er til staðar, þá er
leiðin fær.
Hin hliðin
Hulda Bjarnadóttir
framkvæmdastýra
félags kvenna í
atvinnurekstri
Nýsköpun hefur verið mikil
í sjávar útvegi sem og víðar í
íslensku samfélagi. Margt jákvætt
kom fram í nýrri skýrslu Íslands-
banka á dögunum um íslenskan
sjávarútveg þar sem skýrsluhöf-
undar veita lesendum innsýn í
núverandi stöðu sjávarútvegsins
sem og þróunina síðastliðin ár.
Meðal þess sem kom fram í
skýrslunni er að framleiðni í
íslenskum sjávarútvegi hefur verið
að aukast og hefur tvöfaldast á
hvert starf ef horft er aftur til alda-
móta. Það er sérstaklega ánægju-
legt að þessa framleiðniaukningu
má að miklu leyti þakka íslenskri
tækniframþróun og verðmæta-
sköpun. Aðilar innan sem utan
sjávarútvegsins hafa unnið mikið
og gott starf á síðustu árum í bætt-
um aðferðum til veiða, vinnslu og
nýtingar sjávarfangsins.
Önnur birtingarmynd þess góða
árangurs sem hefur áunnist í auk-
inni verðmætasköpun er þróun
útflutnings ferskra sjávarafurða.
Ef aftur er horft til aldamóta þá
hefur útflutningur á ferskum
sjávarafurðum minnkað um 47
prósent. Þetta er umtalsverður
samdráttur í magni og gæti komið
á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem
hefur verið á aukna áherslu á
útflutning ferskra afurða. Þegar
verðmæti þessara fersku afurða
er aftur á móti borið saman þá
hefur það aukist um 94% yfir sama
tímabil. Verðmætaaukning ferskra
sjávarafurða frá áramótum hefur
því verið 268% á hvert útflutt
tonn sem er eftirtektarverður
árangur. Þessa aukningu má að
hluta til rekja til hagstæðrar þró-
unar á gengi íslensku krónunnar
og verðlags sjávarafurða. Stærsta
framlagið liggur hins vegar í betri
nýtingu og aukinni verðmæta-
sköpun. Um aldamótin þekktist
það að heill fiskur væri fluttur út
til frekari vinnslu erlendis en nú
er það algjör undantekning. Í dag
keppast sjávarútvegsfélögin við að
skila ferskum fiski til landvinnsl-
unnar þar sem hann er m.a. flak-
aður eða skorinn í bita. Þessi flök
og bitar eru svo flutt út og fyrir þá
afurð er greitt umtalsvert meira
á hvert kíló eins og tölurnar hér
að ofan bera svo glögglega með
sér. Nýsköpun og tækniþróun
íslenskra fyrirtækja í nánu sam-
starfi við útgerðir og fiskvinnslur
hafa því skilað íslensku efnahags-
lífi miklum verðmætum og hefur
þessi árangur vakið athygli langt
út fyrir landsteinana.
Aukning í framleiðni sem og
útflutningsverðmæti ferskra
afurða eru aðeins tvö af mörgum
jákvæðum atriðum sem fram
koma í skýrslu Íslandsbanka um
íslenskan sjávarútveg.
268%
aukning í
verðmæti
Runólfur Geir
Benediktsson
forstöðumaður
á Fyrirtækjasviði
Íslandsbanka
2 . d e s e m B e R 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U R10 maRkaðuRinn
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
_
n
y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-5
3
C
8
1
7
4
9
-5
2
8
C
1
7
4
9
-5
1
5
0
1
7
4
9
-5
0
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K