Fréttablaðið - 02.12.2015, Síða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Íslensku
þýðinga-
verðlaunin
T i l n e f n i n g 2 0 1 5
53 ævintýri Grimmsbræðra í líflegri
endursögn Philps Pullman og frábærri
þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur.
Húrr a
fyrir
silju! Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tískustráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, um skeggtískuna
sem tröllríður nú öllu. Blaðamaður
sló á þráðinn til Kára, til þess að fá
úr því skorið hvers vegna sumir karl-
menn, sem kannski eru dökkhærðir,
eru með rautt skegg. Að sjálfsögðu
var Kári með svör á reiðum hönd-
um.
Stökkbreyting erfðavísis
Þegar Kári útskýrir hárlit fer hann
strax í fagmál. „Þetta er stökkbreyt-
ing í afkvæmum erfðavísis sem
býr til viðtæki fyrir melanocortin.
Þessi stökkbreyting leiðir til þess
að sumir fá rautt hár og verða við-
kvæmir fyrir sólarljósi. Tjáningar-
myndin á þessari stökkbreytingu
getur verið mismunandi,“ segir Kári
og heldur áfram:
„Sumir verða algjörlega rauð-
hærðir á meðan aðrir fá kannski
bara rauðan lokk í skeggið, eins og
til dæmis ég. Þrátt fyrir að ég hafi
verið með tiltölulega dökkt hár.“
Kári segir stökkbreytinguna vera
misjafnlega sterka. „Tjáningar-
myndin er ekki eins fullkomin, sumt
fólk verður algjörlega rauðhært og
þá viðkvæmara fyrir sólarljósi.“
Eykur líkur á sortuæxlum
Einn fylgifiskur þessarar stökkbreyt-
ingar er víðsjárverður. „Þegar þessi
stökkbreyting finnst í fólki suður
frá, eins og á Spáni, eykur hún mjög
mikið líkurnar á sortuæxlum. En
til þess að sortuæxlin eigi sér stað
verða menn að verða fyrir miklu
sólarljósi,“ segir Kári. Hann segir
stökkbreytinguna finnast í sex
prósentum Spánverja, sautján
prósentum Svía en tuttugu og sex
prósentum Íslendinga. „Á Íslandi
hefur þessi stökkbreyting engin
áhrif á tíðni sortuæxla. Hún þre-
faldar tíðnina á Spáni og tvöfaldar
hana í Svíþjóð. Þannig að hversu
mikil áhrif hún hefur á hættuna á
sortuæxlum, markast af því hvað
menn verða fyrir miklu sólarljósi.
Eins og þú veist kæri samlandi,“
segir Kári í góðlátlegum tóni við
blaðamann og heldur áfram: „Þá
getur maður flúið sólarljósið hér á
landi, ef maður er viðkvæmur fyrir
því.“
Skeggtískan og Kári
Kári gefur lítið fyrir þá sem safna
skeggi í tískuskyni og segist alls
ekki elta nýjustu strauma í tískunni.
„Þessi skeggtíska er bara afturhvarf
til hins gamla tíma. Það voru allir
með skegg hér þegar land byggðist
og þeir sem voru ekki með skegg
voru hæddir fyrir það. Ég hef verið
með skegg síðan ég var í vöggu. Ég
hef bara alltaf verið með skegg.“
Þegar hann er spurður hvort hann
noti hluti eins og skeggolíu, sem er
vinsæl hjá skeggjuðum karlmönn-
um, hnussar í Kára. „Ég veit ekki
einu sinni hvað skeggolía er.“
Af hverju fá sumir
dökkhærðir rautt skegg?
Kári Stefánsson segist ekki elta tískustrauma og segist hafa verið
með skegg frá því í vöggu. Hann útskýrir fyrir lesendum Frétta-
blaðsins hvers vegna sumir fá rautt skegg og fer yfir tengda tölfræði.
Kári
StefánS
Þessi skeggtískA er
bArA AfturhvArf
til hins gAmlA tímA. ÞAð
voru Allir með skegg hér
ÞegAr lAnd byggðist og Þeir
sem voru ekki með skegg
voru hæddir fyrir ÞAð. ég
hef verið með skegg síðAn
ég vAr í vöggu. ég hef bArA
AlltAf verið með skegg.
2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r30
w
Lands- eða heimsþekkt skegg
6% Spánverja,
17% Svía og
26% Íslendinga eru
með stökkbreytingu í
erfðavísi sem tengist
hárlit.
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-3
1
3
8
1
7
4
9
-2
F
F
C
1
7
4
9
-2
E
C
0
1
7
4
9
-2
D
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K