Húnavaka - 01.05.2002, Page 38
36
HUNAVAKA
eftir og stundum gat hún ekki munað alla hluti en hún reyndi að láta
ekki á því bera.
Þrátt fyrir dálítið götótt minni gat hún séð fyrir sér gamla bæinn, úd-
húsin og allt eins og það var. Stundum hafði hún haft áhyggjur af afkom-
unni og stundum hafði hún sleppt því að skammta sjálfri sér, til að vera
viss um að allir hefðu nóg. En það gerði henni ekkert til, hún hafði alltaf
verið hraust.
Þegar Guðmundur missd heilsuna fluttu þau á mölina og hún fór að
vinna í fiski. Það hafði ekki verið svo slæmt. Það sem henni fannst verst
var að jörðin fór í eyði enda var hún ekki uppbyggð eins og jarðir voru
orðnar í þann tíma. Hún vann eins lengi og hún gat og ennþá bjó hún í
litla húsinu við sjóinn. Börnin vildu auðvitað að hún færi á öldrunar-
heimilið en hún vildi frekar vera sjálfs sín. Hún tók samt þátt í starfi aldr-
aðra, spilaði, föndraði og fór stundum í styttri ferðir. Lífíð var í raun gott
og hún gat víst dáið sátt. Eitthvað var samt að angra hana, hana langaði
að lifa örlítið lengur og taka þátt, reyna að skilja lífið eins og það var í
dag. Sólin vermdi vangana og hún vonaðist til að verða dálítið útitekin
eftir þennan dag. Sólin var lífgjafi og hún hafði alltaf verið mikið fyrir
útivdst.
Unga stúlkan kom og setdst hjá henni. Hún var rjóð í vöngum og móð
eftir öll hlaupin.
-Jæja, amma mín. Þá er ég búin að taka myndir eins og mig langar.
Ert þú búin að gera upp fortíðina?
Gamla konan sá glettnisblikið í augum nöfnu sinnar.
- Ætli það ekki, væna, eins og hægt er að gera hana upp.
- Þér finnst gaman að koma hingað, ég veit það.
Gamla konan kinkaði kolli. Víst var gaman að koma og kannski myndi
þessi ferð breyta lífi hennar á einhvern máta.
- Amma, þegar ég verð gömul kona æda ég að njóta lífsins fram í rauð-
an dauðann.
Gamla konan hló.
- Það veit ég að þú gerir.
- Mér finnst að þú ættir að gera það líka. Eg meina þú ert svo hress
enn.
- Hvað finnst þér ég ætd að gera?
- Ferðast meira, eignast nýja félaga, djamma dálídð.
Hún hnippti í ömmu sína og gamla konan skellihló.
- Kannski geri ég það. Mér þætti gaman að sjá svipinn á henni móður
þinni þá.
Þær hlógu saman og gamla konan fann hve geð hennar léttist með
hverju andartaki. Kannski hafði hún ekki hlegið nægilega mikið í sínu
lífi. Kannski var það hláturinn sem vantaði. Hún fann væntumþykjuna