Húnavaka - 01.05.2002, Page 44
42
HLJNAVAKA
góð umskipti að vera þarna suður í Skotiandi, þar sem sumarið var kom-
ið í fullu veldi, eða vera heima á Islandi, þar sem veturinn réði ennþá
ríkjum. Að ég nú tali ekki um gönguna yfir Holtavörðuheiði í hríðar-
hraglanda og vornæðingi.
Yfir Edinborg og nágrenni var bláleit ntóða sem gerði útsýnið róman-
tískt en að vísu ekki mjög skýrt. En yfir hafnarborginni Leith var sorta-
mökkur af kolaryki sem mengaði andrúmsloftið. Þar sem farþegarnir
áttu að vera mættir til skips klukkan fjögur fengum við bifreið til að flytja
okkur. Er þangað kont var ýmiss konar prangaralýður kominn að skip-
inu til að selja vörur sínar. Vöru það aðallega gyðingar sem áberandi
voru. Mörg skip voru í höfninni í Leith og flest að lesta kol. Var kolaryk-
ið mjög mikið svo að varla var hægt að vera úti undir beru lofti.
Klukkan nærri því fimm seig skipið hægt og hátignarlega út úr höfn-
inni í Leith. Var Skotland kvatt og nú haldið áfram ferðinni til Danmerk-
ur í góðu veðri. Ferðin gekk tíðindalaust og ágætlega. Mikil umferð skipa
var á þessari leið en þó sérstaklega eftir að komið var inn í Eyrarsund.
Meðfram Eyrarsundi eru mjög blómlegar byggðir, skógi prýddar, á
strönd Svíþjóðar, sem séð verður af Kattegat og Eyrarsundi. Er þetta talið
eitt þéttbyggðasta svæði í allri Svíþjóð. Flest virðast húsin vera lág, hvít
með rauðu þaki, að undanteknum hinum gráu reykspúandi verksmiðj-
um. Sama má einnig segja um strönd Danmerkur á þessari leið.
Er strönd Svíþjóðar fjarlægðist fóru turnar Kaupmannahafnar að
koma í ljós í blámóðu fjarskans í vorblíðunni. Innan skamms skreið skip
okkar inn á höfnina, milli ltinna óteljandi skipa sem lágu þar á hafnar-
svæðunum stóru í Kaupmannahöfn. Mest virtist bera á skipum Samein-
aða gufuskipafélagsins þar sem Brúarfoss lagði að hryggju við hliðina á
Lagarfossi, sem var eina skip Eimskipafélags Islands sem þarna var fyrir.
Var þá komið til hinnar frægu Kaupmannahafnar, sem var í margar ald-
ir höfuðborg Islands, og sem var mikill örlagavaldur í íslensku þjóðlífi í
langa tíð.
Er Brúarfoss hafði lagst að bryggjn fór ég strax með bifreið frá höfn-
inni upp í borgina til Grundtvigs-Hus, sem er gistihús nálægt miðborg-
inni. Fékk ég þar herbergi og kom þangað föggum þeim sem ég hafði
meðferðis. Með mér var staðkunnugur maður, Stefán Jónsson skókaup-
maður úr Reykjavík. Við fórum í banka einn og skiptum |tar íslenskum
peningum í danska mynt. Því næst fórum við á aðaljárnbrautarstöðina
og þar fékk ég að vita hvenær lestin átti að fara til Jótiands morguninn
eftir. Skoðuðum við svo borgina um kvöldið, þar til við fórum í skennnti-
garðinn Tívolí þegar hann var opnaður klukkan 8. Þar var margt
skemmtilegt og fallegt að sjá og heyra. Var bæði hvíld og hressing eftir
sjóvolkið að dvelja um stund á þessurn skemmtistað, sem óþarfi er að lýsa
svo kunnur sem hann er.