Húnavaka - 01.05.2002, Page 45
HUNAVAKA
43
Næsta morgun fór ég svo á járnbrautarstöðina og litlu síðar sat ég í
lestinni sem brunaði áfram, þvert yfir Sjáland. Stansað var á nokkrum
stöðum, m.a. Roskilde, Sórö og fleiri frægum stöðum. I Korsör fór lestin
á járnbrautarferjuna sem síðan flutti allt \íir Stórabelti til Nyborg á Fjóni.
Var svo haldið áfram yfir Fjón til Stribe og þaðan aftur á ferju yfir til
Fredericia á Jótlandi. Þar varð klukkustundar bið áður en lestin fór það-
an til Brörup sem er næsta járnbrautarstöð við Ladelund. Það vakti eftir-
tekt mína að alls staðar blasti við augum mikil gróðursæld og allt stóð í
sumarblóma. Það er viðurkennt hve vel Danir hafa ræktað sitt land sem
er lítið fyrir fjölmenna þjóð. Mannshöndin hefur breytt óræktaðri jörð í
frjósamt og arðsamt akurlendi, aldingarða og skóga. Landbúnaður Dana
er talinn til fyrirmyndar og mjög arðbær.
Til Brörup kom lestin klukkan fjögur og hafði ferðin þá tekið ná-
kvæmlega átta klukkustundir frá því að lagt var af stað frá Kaupmanna-
höfn um morguninn. Brörup er lítill og snotur bær um tvo km frá
Ladelund skólasetrinu. Fékk ég mér bílferð með mitt dót strax eftir kom-
una þangað. A Ladelund hitti ég skólastjórann Overgárd og tók hann
hið besta á móti mér og bauð mig velkominn. Síðar um kvöldið var ég
svo kynntur fyrir frú Overgárd. Þau hjón eru hin höfðinglegustu og
sþórna skólaheimilinu af mikilli rausn.
Þarna var ég korninn á áfangastað, þar sem ég dvaldi yfir sumarið í
góðu yfirlæti. Kynntist ég þar, sem þátttakandi, flestum údstörfum í land-
búnaði og garðyrkju. Starfandi voru þar margir ungir menn víðs vegar að
af landinu. Var í fyrstu erfitt að skilja hinar ýmsu mállýskur sem sérstak-
lega eru einkennandi fýrir ýmis héruð Jótlands. En um sumarið náði ég
nokkuð góðum tökum á dönsku máli og tók þátt í félagsskap starfsfólks-
ins og kynndst þannig dönsku þjóðlífi að nokkru leyti.
A Ladelund er búnaðarskóli og mjólkuriðnskóli. Þar er einnig lítið
mjólkursamlag. Búrekstur er þar mikill og allt í stórum stíl og til fýrir-
myndar í hvívetna. Búnaðarskólinn var stofnaður árið 1879 af Niels Ped-
ersen, tengdaföður Jesper Overgárd, núverandi skólastjóra. Arið 1887
var mjólkuriðnskólinn stofnaður. Báðir skólarnir eru undir sömu yfir-
stjórn og reknir af miklum myndarskap, allt frá stofnun þeirra. Skóla-
stofurnar eru prýddar með myndum af fýrrverandi kennurum skólans
og einnig af Ladelund frá því hann varð skólasetur. Arið 1914 brunnu
skólabyggingarnar en þær voru endurreistar það sama ár. Þar eru nú
rnjög miklar og vandaðar byggingar. Þær eru allar byggðar úr brennd-
um leirsteini, eins og víðast er notaður í Danmörku. I kennslustofunum
og í fýrirlestrasal skólans eru áletranir á veggjum, sem bæði eiga að hvetja
nemendur til námsins og sýna gildi menntunarinnar á þroska og farsæld
ungra manna.
Umhverfis byggingahverfið eru skógarbelti til skjóls og skrauts. Er það