Húnavaka - 01.05.2002, Síða 50
48
11 ÚNAVAKA
inn að kenna börnunum í næsta hreppi. Við lærðum hins vegar heima
það sem fyrir var sett, til dæmis 50 síður í Islandssögu 3. hefti eftir Jónas
frá Hriflu, 300 dæmi í reikningsbók Elíasar Bjarnasonar o. s. frv.
Þar næsta mánuð var svo skóli á nýjan leik og þá var jarðneskum eigum
skólans staflað upp á heyvagn, þær bundnar niður og breitt yfir. Síðan
braust dráttarvél, grindhoruð samanborið við nútímavélar, með vagninn
í ófærð og sköflum að bænum sem næst átti að hýsa skólann. Það var bara
einn bekkur í þessum skóla. I sömu stofunni sátu nemendur hlið við hlið
og æfðu lestur Islendingasagna eða Lidu gulu hænunnar, litlu margföld-
unartöfluna eða jöfnu með tveimur óþekktum. Þessi skóli var því á nátt-
úrulegan hátt einsetinn, integreraður, normaliseraður og samfelldur
löngu áður en þessi hugtök voru fundin upp á áttunda áratugnum.
Þegar nútímafólk heyrir orðið skóli sér það óðara í hugskoti sér hús,
gjarnan með flötu og leku þaki. Fyrir því myndgerist skóli fyrst og fremst
í húsi. Lengi framan af mínum málskilningi var skólinn eiginlega ástand
eða andlegt ásigkomulag en ekki hús. Það sem helst hlutgerði hann og
var sýnilegt berum augum voru lausamunirnir sem heyvagninn paufaðist
með á einlægt nýja bæi.
Lausamunir skólans voru fyrst og fremst stólar og borð, hvort tveggja
úr brúnmáluðum járnpípum, svört tafla sem hengd var með snærisspotta
á nagla en þess utan tvær trékistur með kennslugögnum. I annarri var
krít sem þurfd að spara og nokkur myndspjöld, svona á að giska 50x60
sm á kant og þá þegar orðin nokkuð ellilúin og trosnuð á hornum. Þau
voru að uppruna dönsk og höfðu að tilgangi að dýpka skilning barnanna
í hreppnum á náttúruvísindum. Þarna kynntumst við suðrænum skor-
kvikindum og sporðdrekum í yfirstærðum, sem til og með eltu okkur inn
í næturdrauma. Einnig nashyrningum og kyrkislöngum en einkum þó
dönskum húsdýrum, gríðarstórum hestum og rauðum mjólkurkúm. Til
þess að auka notagildi spjaldanna sem mest voru húsdýrin sýnd bæði
utan frá og innvords á sömu mynd með |dví að húðinni hafði verið flett
frá þeim á stórum pörtuin og vömb, keppur, laki og vinstur voru sýnd að
störfum og merkt stórum bókstöfum. Til enn frekari upplýsingar voru
þessi líffæri þverskorin og sýnd að innan. Vegna þessa fengu sumir
óþroskaðii' nemendur þá ranghugmynd að stórgripir væru uppfullir með
soðnu slátri. Það var afar framandi, jafnvel létt hrollvekjandi og ótrúlegt
en vandist, að sjá þessar húðlitlu, hálfgagnsæu skepnur úða í sig græn-
gresi í unaðsríkum dönskum sveitum. Þessi sömu spjöld komu að notum
í listrænu uppeldi okkar því að í teiknitímum bar okkur að teikna dýrin
sem allra líkust fyrirmyndinni en heil heilsu.
Eg hef tafist um of í fyrri kistunni því það var hin kistan sem geyrndi
umræðuefnið sem ég ætlaði að koma að. Hún var stærri, jöfn á allar ltlið-
ar, lokuð með hespu og sárasjaldan opnuð, kannski tvisvar sinnum á vetri
og þá dl hátíðarbrigða í annarlok. I henni var það sem við töldum ótví-