Húnavaka - 01.05.2002, Page 52
50
II UNAVAKA
annað, með réttnm hætti og lágværu ískri vegna olíuleysis, þegar sveifín
var hantéruð. Þannig mátti á örskotsstundu, fyrir geisla spegilsins, renna
sér gegnum árstíðirnar fjórar, dagskomu, sólsetur, ný og nið, sólmyrkva
og tunglmyrkva.
Ef maður lúmskaðist til að snúa sveifmni eins hratt og maður gat, gerð-
ist þetta allt með ofsahraða svo að sólmyrkvar urðu daglegt brauð og heil
öld leið á fimm mínútum. Sú reynsla varð mér seinna að liði þegar ég
þurfti að læra þjóðsönginn og skilja hvað séra Matthías átti við þegar
hann orti: „Fyrir þér er einn dagur sem þúsUnd ár og þúsund ár dagur, ei
meir.“ Þá gat ég nefnilega í hugskoti mínu framkallað mynd af guði al-
máttugum hamast af öllum kröftum á sveifinni á sinni voldugu tunglvél.
Sannleikans vegna verð ég að játa að það var illa gert að keyra tunglvél-
ina í botni. Hún þoldi það illa og gat þá sundrast, tungl og sól losnuðu af
festingum og þeyttust sitt í hvora átt, sporbaugar beygluðust og það
slokknaði á sólu. Um viðlíka bilanir er raunar kveðið í Völuspá svo sem
alkunna er:
Sól tér sortna
sígur fold í mar
hverfa af himni
heiðar stjörnur
o.s.frv.
Þessi minning hefur síðan hjálpað mér að skilja að jörðin fer úr skorðum
sínum og allt til andskotans eí hlutirnir gerast hraðar en þeim er eiginlegt.
Það var margt sem mátti læra af tunglvélinni í Torfalækjarhreppi.
Núna er hún týnd. Löng leit og ítarlegar fyrirspurnir hafa engan árang-
ur borið. Hún hvílir trúlega ásamt öðru afkasti sögunnar í einhverjum
óþekktum sorphaug fyrir norðan.
II.
Með þessum langa inngangi um tunglvélina langaði mig að segja hið
augljósa - en eins og oft er um hið augljósa, þarf að minna sérstaklega á
það - að það var í Torfalækjarhreppi og meðal annars með kynnum mín-
um af þessari undursamlegu og fáránlegu tunglvél sem ég lærði að skilja
og misskilja heiminn á minn sérstaka hátt. Sá skilningur og sá misskiln-
ingur fylgir mér allar götur síðan.
Það er hægt að skoða fyrirbæri heimsins út frá óteljandi sjónarhorn-
um. Mitt sjónarhorn kom úr þessum hreppi og önnur sjónarhorn sem
ég síðan hef kynnst, með því að fara á aðra staði og tileinka mér annars
konar reynslu, eru og verða bara tilhliðranir eða tilbrigði við þetta mitt
upphaflega sjónarhorn.
X