Húnavaka - 01.05.2002, Side 54
52
HUNAVAKA
Þetta er um leið skýringin á því að sá sem ferðast þarf ekkert endilega
að vita hvert hann stefnir, né hvar hann mun lenda að ferðalokum. Ferð-
ir án fyrirheits eru ekkert síðri en aðrar ferðir. En hann verður að vita
hvaðan hann kemur, viti hann það ekki verða jafnvel hinar lengstu ferð-
ir að algjörri erindisleysu.
III.
Nú eru erfiðir tímar fyrir Torfalækjarhreppa þessa heims. Það er í tísku að
litlar einingar renni saman í stórar, það á að sameina hreppa, það á að
sameina Evrópu, það á að hnattvæöa allan heiminn. Það er togað í ystu út-
nára að þeir renni saman við miðpunktinn. Þetta gengur efdr, hreppun-
um hríðfækkar, alls konar innansveitarmál falla undir lögsögu ESB og þú
getur keypt sömu flíkurnar og mat eftir nákvæmlega sömu uppskrift hvort
heldur á Tahiti, Petropavlovsk eða Hvammstanga. Sömu popplögin
hljóma á þessuni stöðum, sömu bækurnar eru lesnar, tíminn er drepinn
með svipuðu rnóti og fólkið þarna er að tala og hugsa um sömu hlutina.
Það er eins og einhver einn stjórni þessu öllu. Það er eins og einhver hafi
ýtt á sameiningartakkann á heljarmikilli fjarstýTÍngu sem beinist að þessari
umkomulidu jörð. Við sem liöfum lært nútímalega hnattfræði í skóla vit-
um hins vegar gjörla að svo er ekki. Það er engin liönd með fjarstýringu
þarna úti í geimnum. Gangi himintunglanna stý'ra stór og voldug lögmál.
En þessu smágjörva hviki senr er á yfirborði jarðkúlunnar, þessari óút-
reiknanlegu óreiðu sem við köllum mannlíf, stjórnum við víst sjálf.
Og nú er kall tímans „að sameinast." Kannski er það bara meininga-
laus tíska eins og sú sem ræður sídd pilsanna. Kannski er það af því við
höfum loksins lært eitthvað af sögunni, þrátt fyrir það að einhver spek-
ingur segði einu sinni, að það eina sem við getum lært af sögunni sé að
við getum lært af sögunni.
F\rir allri þessari viljandi gerðu og óviðráðanlegu sameiningu eru færð
rök hagkvæmni og friðar. Ef við erum eins eða a.m.k. lík, ef við borðum
öll á McDonalds, ef við öll klæðum okkur í Benettonföt, ef okkur öll
langar til þess sama og óttumst það sama, þá þurfum við kannski ekki
lengur að fara í stríð hvert við annað. Það þarf ekki að orðlengja hversu
hagkvæm framleiðslan getur orðið ef gjörvallt mannkynið þráir eitt og
sama vörumerkið. Þannig þjóna sameiningaráráttan og einsleitnin fag-
urlega bæði friðnum og hagkvæmninni.
IV.
Ég er ákaflega tvílráður í þessum efnum sameiningar, að ég tali ekki um
hnattvæðingar. Oðrum þræði er ég búralegur afdalamaður, hinn dærni-