Húnavaka - 01.05.2002, Page 56
54
HUNAVAKA
una, þá setjist að okkur sundrungin, flatneskjan og einsleitnin sem ríkir
alls staðar annars staðar í heiminum. Við þykjumst vita að fólkið þar eigi
ekkert viðlíka öruggt skjól eins og við, heldur lifi það líkt og á stórri um-
ferðarmiðstöð þar sem enginn þekkir annan, enginn komi hinum við og
allir hafi týnt sjálfum sér.
Það er því alls ekki sársaukalaust fyrir góðan þjóðernissinna eins og
mig að gera hreint og reyna að horfa á báðar hliðar málsins í einu. Það
var á sínum tíma ekkert notalegt að láta himpingimpi eins og Baldur
Hermannsson skemma fyrir sér gjörvalla Islandssöguna, 1.2. og 3. hefti
eftir Jónas frá Hriflu. Það var ekkert skemmtilegt að frétta það utanað
sér að alveg örugglega bjuggu allar þjóðir Evrópu við miklu verri kost en
við Islendingar, fleiri plágur, verri hungursneyðir. En fyrst og fremst stríð,
aftur og aftur stríð, þrjátíuárastríð, hundraðárastríð, heilög stríð og
heimsstyrjaldir. Það er ekki geðfellt að þurfa að kyngja því að það að búa
til Islendingasögur sé alls engin séríslensk uppfinning í sagnasmíð eins
og manni var kennt. Það er ekki notalegt að verða að viðurkenna að Dan-
ir virðast hafa verið alveg ótrúlega geðprúð, þolinmóð og aumingjagóð
herraþjóð í okkar garð. Það gerðu þeir okkur verst þegar þeir sendu okk-
ur maðkaða ntjölið og það munurn \’ið aldrei fyrirgefa þeim og ekki held-
tir þó þetta hafi nú líklega verið óviljaverk.
Munandi hversu bágt ástand almúgans í Evrópu var á þessum tímum,
jafnvel í Danmörku sjálfri, ]oá er það dálítið broslegt hvað viö blásum upp
þetta með mjölið. Þar fengu mannmörg héruð og lieilu löndin manns-
öldrum saman alls ekkert mjöl, át jafnvel maðkana þakklátum huga.
Samt reis þetta fólk úti í Evrópu upp jafnskjótt og jafnoft og yfirgangs-
herirnir hættu að traðka á höfðum þeirra og hélt áfram að þróa með sér
bók-, verk- og siðmenningu, geta og ala upp Mozarta, Leibniza og
Newtona.
Eg ólst upp við það að í Vatnsdal byggju framúrskarandi höfðingjar á
hverjum bæ, fyrir ríkidæmi, myndarskap, ættgöfgi, drykkjuskap,
skemmtilegheit, söng og gáfur. Oftar en ekki fór þetta allt saman í einum
og sarna höfðingjanum. Svona hafði þetta verið frá því Ingimundur gamli
settist þar að og var enn á 8. áratugnum.
Hvernig haldið þið að manni verði svo \'iö að heyra það að skömmu
fyrir síðustu aldamót, um það leyti sem afi minn var ungur maður, þegar
feður þessara vatnsdælsku höfðingja, sent ég man svo vel, voru upp á sitt
besta, þá var í Vatnsdal maður sem fékkst við smíðar og hét Jón. Hann
átd ekki mikið undir sér. Til þæginda smíðaði hann sér eins konar hjól-
börur. I stað þess að setja smíðistólin sín upp á liest trillaði hann þeim
milli bæja í hjólbörunum. Þetta var fyrsta hjólið í Vatnsdal. Stórbændun-
um í Vatnsdal þótd þetta uppátæki óheyrileg fordild. Þeir höfðu mann-
inn að spotti fyrir vikið og um liann voru ortar meinlegar vísur. Annars