Húnavaka - 01.05.2002, Side 57
IIUNAVAKA
55
staðar í heiminum hafði hjólið þá verið í notkun í einhverjar árþúsund-
ir. Blámenn höfðu notað það, halanegrar og hottentottar en ekki bænda-
höfðingjar í Vatnsdal. Eimlestir voru komnar á skrið, hjólaskip sigldu,
reiðhjól runnu og það styttist í bílinn en hinir vatnsdælsku höfðingjar
álitu hjólið heimskulegt og hlægilegt. Það hafði ekki verið notað í daln-
um og átti þarafleiðandi þangað ekkert erindi. Þeir höfðu að spotti
manninn sem reyndi að innleiða hjólið í fyrirmyndarsveitina Vatnsdal
um það leyti sem dagaði fyrir tuttugustu öldinni eftir Krists burð.
Málið okkar varðveittist ósnert í eitt þúsund ár. Það er meira en lítið
ánægjulegt að eiga tungumál sem er eins og fáséð egg úr löngu útdauðri
risaeðlu geymt í bakteríudrepandi formalíni. Þetta er vitaskuld svona sér-
legt og einstætt af því að við lokuðum okkur af, hættum að ræða við ann-
að fólk, fengum ekki, né sögðum af okkur fréttir nema hvort öðru.
Þá er það næsta ömurlegt, verandi af jtjóð sem kvað sér í blóð borna
rótgróna virðingu fyrir einstaklingnum, að vera aftur og aftur staðin að
því að brjóta einhver sjálfsögð réttindi úr inannréttindayfirlýsingiun sem
við í hugsunarleysi undirrituðum á einhverjum fundum úti í heimi í tak-
markalausri fullvissu þess að varðandi mannrétdndi sé ekkert að hjá okk-
ur heldur bara hinum. Það er ömurlegt að þurfa að upplifa jtað að
kverúlantar eins og Jón Kristinsson og Þorgeir Þorgeirsson skuli fletta
ofan af því að við uppfyllum ekki skilmálana í þessum yfirlýsingum, að
við iðkum ekki jraö sem meira og minna allar þjóðir heims, jafnvel sjó-
ræningjabæli eins og Haiti, jafnvel heiðingjar í strápilsum, jafnvel Norð-
menn, eru sammála um að telja til sjálfsagðra mannréttinda.
Rómantík er góð meðan maður er rómantískur, raunsæi er gott með-
an maður er raunsær en svona lagaðar raunir ratar sá í sem reynir að
vera raunsær á rómantíkina.
V.
Tímarnir kalla á samruna smárra eininga, hreppsins míns við aðra
hreppa, landsins míns við önnur lönd í Evrópu og heiminum öllum. Sá
sem hefur gengið í intergreraðan farskóla í Torfalækjarhreppi í bernsku
en er svo á miðjum aldri lentur í sogi hnattvæðingarinnar er líkt og
staddur á örmjóu einstigi. Oðrum rnegin er sá kosturinn að halda dauða-
haldi í sérstöðu sína og reyna að varðveita þessa litlu, hlýju, traustu og
kunnuglegu veröld sem var. Þá á maður hins vegar á hættu að vera heim-
óttarlegur og fara að gera að þeirn g)'s sem finna upp hjólið. Hinum meg-
in er sá kosturinn að gefa sig heiminum á vald og blanda við hann geði.
Þá á máður aftur á móti á hættu að leysast upp, blandast of mörgu og
týna loks sjálfum sér.