Húnavaka - 01.05.2002, Page 58
56
I I LJ N A V A K A
Þarna stendur maður úr Torfalækjarhreppi dálítið klumsa og vill í
fljótu bragði bæði halda og sleppa, bæði fara og koma, ekki stíga í þenn-
an fót og því síður í hinn. Hvernig á maður að mæta þessari stóru, nvju
veröld sem opnast og togar? Hvernig á maður að fara um heiminn?
Rifjast þá upp fyrir honum kennslubók. Raunar sú eina sem honum
leiddist að læra í farskólanum forðum, Grasafræði eftir Geir Gígju. Þar
var kafli um rætur grasanna og í honum að minnsta kosti glefsur þar sem
sagði frá jurtum sem spretta upp af stólparót, ár eftir ár af sömu rótínni,
þangað til rótin morknar og gengur úr sér. Þannig jurtir eiga það til fyr-
ir hnjask eða veður að losna af rótinni og fjúka burt. Þá situr rótin ein og
blómlaus eftir.
Svo var getið um blóm á trefjarótum. I grýttum eða fátæklegum jarð-
vegi vindast þær stundum upp í rótarflóka og ræturnar eru of þéttar, fara
að éta hver frá annarri svo blómið verður að rytjulegum aumingja.
Loks eru til skriðular jurtir. Þær eru þannig að jurt teygir út jarðlægan
stöngul og eftir spöl skýtur endinn nýjum rótarsprota. Ur honum teygist
svo nýr angi sem sest á enn nýja rót, aftur og aftur og enn á ný.
Skriðular plöntur eru hyggnar og forsjálar, ef þannig má taka til orða
um plöntur. Þær dreifa sér og ferðast án þess nokkurn tíma að fara af
rót sinni. Komi rok fjúka þær ekki og þó ein rót morkni þá deyr ekki
plantan. Hún er alltaf með einhveijum hætti sarna plantan þótt hún sé
kontin langt frá uppruna sínum og allir stönglar sem þaðan lágu séu
löngu fúnaðir burt. Líf skriðulla plantna er þess vegna, ef ég skil fræðin
rétt, eins konar grasafræðilegt tilbrigði við eilíft líf.
Það er eins og fyrri daginn. Engin lífsgáta er svo torræð að það hafi
ekki verið lagður grunnur að ráðningu hennar í farskólanum í Torfa-
lækjarhreppi forðum. Því það er einmitt svona sem á að fara að. Vita-
skuld á maður að ganga á vit heimsins og allra þessara nýju möguleika til
friðar og farsældar - en maður á aldrei að fara af rót sinni.
Því aðeins getur maður orðið heimsborgari að hann eigi rótaranga í
einhverjum Torfalækjarhreppi. An þess hefur hann ekkert að gefa hinni
víðu veröld, þaðan af síður getur hann þegiö neitt af henni. 1 veröldinni
snýst hvað um annað með lágværu ískri, sól, tungl og jörð. Maður á að
ferðast um þessa veröld alla en öll er ferðin farin frá einum stað. Maður
á að ferðast um veröldina eins og skriðul jurt.
Framanskráö grein er að meginhluta erindi sem fyrst varflutt á málþingi Hún-
vetningafélagsins í Reykjavík 1. febríiar 1998.