Húnavaka - 01.05.2002, Page 60
58
H U N A V A K A
Viljar tveir þá framtíð fundu,
í funa vildu heiminn vinna,
þeysast fram um græna grundu,
guðum himins einir sinna.
Alexander átti að vini,
auðna lífs var þeirra tveggja.
Hófar skullu á vegi víða,
var sem unun þeirra beggja.
Aldrei hefur makki meiri
mön og beisli borið svona.
Aldrei fákur farið víðar,
frækinn meðal mannasona.
Búkefalos heiminn hálfan,
hófaskellum fór um álfur.
Faxi svipti, fnæsti úr gröntun,
fann að hann var einn og sjálfur.
Vin hann átti konung krýndan,
kærleik fann í æðum brenna.
Kóngur sjálfur átti aðeins
einn með honum burt að renna.
Var í fáki afl og andi,
auðna dags og svartar nætur.
Búkefalos björt er minning.
Búkefalos heimur grætur.
Krít, 8. maí 2001.
Munkur staðinn að ólifnaði
Jón Sæmundsson, munkur í Þingeyraklaustri, hefur tvívegis fallið í barneign með
sömu stúlkunni. Hólabiskup hefur sett honum þær skriftir er hlýða jtykir fyrir jressi
brot.
í fyrsta lagi er munknum boðið að halda rétta reglu Benediktsmunka ævilangt að
söng og siðferði, lesningu og lifnaði. I annan stað á hann að lesa pater noster, sem er
faðirvorið, fimm sinnum og vers úr Davíðssálmum með knéfalli hvern dag til ævi-
loka, áður en hann matast. í þriðja lagi má hann ekki láta sjá sig utan klausturs og
kirkju í þrjú ár nema í brýnustu nauðsyn með leyfi ábótans. I.oks má hann ekki taka
neina vígslu næstu þrjú ár, nema undanþága komi til fyrir auðsæja iðrun og aflát
þeirra stórsaka sem á honum hvíla. Arið 1539 úr annál.