Húnavaka - 01.05.2002, Síða 74
72
HUNAVAKA
Steingríms Davíðssonar, skólastjóra á Blönduósi, sem var yngst systkin-
anna. Helga og Steingrímur gáfu jörðina Gunnfríðárstaði til skógræktar
og er þar nú héraðsskógur Skógræktarfélags Austur - Húnat'atnssýslu.
Eins og frá er sagt í Siglufjarðarþættinum var Jón Pálmi ungur ljós-
myndari á Sauðárkróki og hafði hann numið iðn sína á Akureyri og hóf
störf á Sauðárkróki árið 1911. Hann var fjölhæfur að andlegum og líkam-
legum hæfileikum, óvenju vinsæll og vinamargur á Sauðárkróki og víðar,
bæði um Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu, enda frændgarður hans stór
þar um sveitir. Kemur það í ljós í gegnum alla frásögnina af málum hans.
Svo virðist sem hann hafi falsað seðlana til þess að prófa kunnáttu sína
fremur en að afla sér skjótfengins gróða og hann hafi alls ekki gert sér
ljósar afleiðingarnar er konni í ljós er verknaðurinn upplýstist. Hann
virðist hafa játað uppátæki sitt greiðlega og án allra málalenginga eða
undanbragða. Sextán hundrað krónu seðlar komust í umferð og dreifð-
ust m.a. vestur á ísafjörð og víðar en tíukrónu seðla gerði hann einnig,
sem þó aldrei konni fram og hann mun sjálfur hafa eyðilagt vegna þess
að hann taldi þá ekki nógu góða.
Arið 1914, er fölsunarmálið upplýstist, var Magnús Guðmundsson, frá
Holti í Svínadal og síðar ráðherra, sýslumaður á Sauðárkróki. Samkvæmt
eðli málsins bar honum að hafajón Pálnia í gæsluvarðhaldi þar til dóm-
ur gengi í fölsunarmálinu. Magnús virðist auðsjáanlega hafa haft tilhneig-
ingu til þess að taka mjúkt á málinu og merkir borgarar á Sauðárkróki,
svo sem Jónas Kristjánsson læknir, Kristján Gíslason kaupmaður og fleiri,
nánast tóku ábyrgð á að hann gengi laus þar á staðnum. Varð sú raunin
á og hélt Jón áfram að stunda iðn sína myndasmíðina um veturinn. Bar
ekkert til tíðinda það er benti til þess að Jón bryti skilorðið að fara ekki
út af staðnum og lýsti umgengni bæjarbúa ótvíræðum vinsældum hans.
Síðar kom í ljós að þá um veturinn réði hann, og vinir hans, ráðum sín-
um vestur um Húnavatnsþing og jafnvel víðar.
Jón Pálmi hverfur
Sá var háttur Sauðkrækinga er leið að vori að leggja hrognkelsanet,
þar út í firðinum, skammt undan landi og var Jón Pálmi einn þeirra er
stundaði þá veiði, annaðhvort fyrir sjálfan sig eða vini sína. Hann var
árrisull dugnaðarmaður og fór að jafnaði öðrum fyrr á fætur. Morgun
einn snemma um vorið fór Jón sem oftar snennna á fætur til umvitjunar-
innar. Hvasst var, sjór úfinn og vafasamt sjóveður fyrir einn mann á litíum
báti. Herti veðrið er leið að venjulegum fótaferðartíma og fór enginn
annar til umvitjunar netanna fyrr en veðrið lægði. Fljótlega vitnaðist að
bátur Jóns var horfinn og þar með maðurinn sjálfur. Var það álitið að