Húnavaka - 01.05.2002, Side 78
INGVAR ÞORLEIFSSON, Sólheimum:
Bændaferð til Rúmeníu
Þessi ferð var farin 21. ágúst og stóð til 3. september árið 2000. Flogið
var með þýsku flugfélagi til Múnchen. Þar vorum við mætt, 46 manna
hópur, snemma morguns. Fólkið í hópnum jrekktist lítið og enginn
kannaðist við fararstjórann, vissi aðeins að hann héti Guðmundur Sig-
urðsson og væri frá Akureyri. Fólkið hópaði sig saman og fór að spá í
hver væri líklegastur til að gegna því erfiða hlutverki í þessari ferð sem
var frumraun í bændítferðum á þessar slóðir og því mikil óvissuför. Þetta
leystist brátt farsællega þegar snaggaralegur karlmaður, nteð skegg á
vöngum og stóra ráptösku undir hendinni, dró upp íslenska fánann.
Eftir hefðbundna vopnaleit og passaskoðun fór hópurinn út í rútu
sem beið okkar. Þar var kominn hann þýski Kalli sem margir þekktu frá
fyrri bændaferðunt. Hann er traustur bílstjóri og alltaf reiðubúinn að
leysa hvers manns vanda. Rútan var vel búin, með loftkælingu, hátalara-
kerfi, sjónvarpi og bar þar sem fékkst öl, bjór, kaffi, pylsur og súpur. Þessi
farkostur átti að jtjóna okkur í tæpan hálfan mánuð, sem ltann gerði
með prýði, á rúmlega 4000 knt akstri unt fjögur lönd.
Fyrst \'ar farið til borgarinnar Passau í Þýskalandi. Sumir skoðuðu dónt-
kirkjuna þar, gríðarstóra og stílfagra byggingu. I kirkjunni sent er fagur-
lega skreytt er talið að stærsta pípuorgel í Evrópu sé. Þegar leikið er á
það berast tónarnir til áheyrenda úr öllum áttum. Þeir eru umluktir
sannkölluðu tónaflóði.
í Passau var buddan tekin upp og verslað lítils háttar nteö þýskunt
mörkum. Mörk voru ráðandi gjaldmiðill í ferð okkar og tóku flestir við
þeint sem greiðslu. Einnig var hægt að borga nteð VISA korti og taka
peninga út í hraðbönkum en eins og kunnugt er, eru schillingar gjald-
miðill í Austurríki, florínur í Ungv'erjalandi og lei í Rúmeníu. Hundrað
þýsk mörk voru rúntlega ein ntilljón af rúmensku myntinni lei en hana
notuðum við niest í Rúmeníu.
Unt borgina Passau rennur Dóná á sinni löngu leið til Svartahafsins.
Við stefndum í söntu átt og fórunt nokkrum sinnum yfir ána á ferð okk-
ar austur. Mikið er af ferjunt og bátunt á ánni sem flytja vörur og farþega.
Eflaust væri gaman að sigla niður ána að ósunt hennar en okkar för var
bundin við landleiðina að þessu sinni.
I Þýskalandi var allt í fösturn skorðunt og tækni nýtt til flestra hluta,