Húnavaka - 01.05.2002, Page 97
MAGNUS B. JONSSON, Skagaströnd:
Geitastúlkan
Ég veit ekki hvað það var sem kom af stað þessari einkennilegu tilfinningu þeg-
ar vid ókum um afskekkta sveitina uþþ með vesturströnd Irlands. Það var eins
ogsœktu á miggömul ónot, eitthvað sem þyrlaðist uþþ í minningunni, eitthvað
óþœgilegt og nagandi. Ég bœgði því frá mér. Skynsemin sagði mér það sem var
einfalt og skýrt, hér hafði ég ekki komið áður. En eitthvað í undirmeðvitundinni
sótti samt á, eitthvað sem ég skildi ekki. Þegar við komum inn í bœinn Clifden þá
hvarf þessi tilfinning ífyrstu en á kránni, þar sem við settumst niður ogfengum
okkur bjór og samloku, hvolfdist hún yfir mig aftur þegar ég sá mynd af geita-
stúlkunni á vegg í kránni. Það setti að mér kuldahroll og úr hugskotum, sem
ég hafði ekki þekkt áður, sþruttu fram minningar eða öllu heldur einhvers konar
uþþlifun sem birtist mér Ijóslifandi eins og myndir á tjaldi, myndir sem ég var
sjálfur hluti af.
Ég var fótgangandi á forugum vegi sem lá í fjalllendi. Það var komið
kvöld og myrkrið var að skella á. Sumarið var liðið, komið fram á haust
og farið að dimma fyrr á kvöldin. Það sást aðeins móta fyrir útlínum hæð-
anna og gráir steinhnullungarnir voru að renna saman við annað lands-
lag í rökkrinu. Ég fann að hungrið var farið að sækja fastar á og
krafturinn til að halda áfram var þverrandi. Það síðasta sem ég hafði
fengið að borða var mjólkin sem mér tókst að ná úr kú á búgarði niðri í
dalnum. Síðan voru tveir dagar eða öllu fremur tvær nætur því ég hafði
ferðast aðallega á kvöldin og nóttunni en sofið í hlöðum og útihúsum á
daginn. Mér hafði reyndar sóst hægt síðustu nætur á leiðinni yfir fjallið
því það var nýtt tungl og myrkrið var svo mikið að ég hafði ekki komist
áfram nema nokkrar mílur. Ég var ekki viss hvert ég var að fara en þegar
ég lagði á flótta hafði ég tekið stefnuna norður þar sem meira fámenni
var. Það hlutu að vera til staðir á þessari eyju sem ekki væri vagnfært til.
Ég var viss um að þangað yrði ekki leitað. Það var farið að kula og þunn-
ur sirkusklæðnaðurinn gaf lítið skjól í súldinni og kvöldnæðingnum.
Ég var að velta fyrir mér hvar væri skjól að fínna þegar ég heyrði fyrst
sönginn. Ut úr rökkrinu barst taktfastur kvæðasöngur með konurödd.
Það var í fyrstu erfitt að átta sig á því hvaðan þessi söngur barst, það var
eins og hann kæmi úr fleiri en einni átt. Smám saman náði ég þó áttum
og stefndi á hljóðið sem mér fannst koma úr klettahjalla í hæðinni. Þeg-