Húnavaka - 01.05.2002, Page 102
100
II U NAVAKA
Eitt kvöldiö þegar svolinn hann Kieran haföi fengið sér eintim porter of
mikið lýsti hann því yfir að hann ætlaði að skreppa upp í fjall og fá sér
krús af geitamjólk. Hinir vissu hvað stóð til og þar sem þeir þekktu Kier-
an þegar hann var kominn í ham þá reyndu þeir ekki að telja honum
hughvarf. Hann hvarf út í myrkrið en hinir fóru heim skömmu síðar,
fullvissir þess að Kieran myndi segja þeim, dijúgur, kvöldið eftir hvernig
geitamjólkin hefði smakkast. Morguninn eftir þegar lýsti af degi fundu
mótökumenn liann hinum megin í dalnum ráfandi eftir götunni. Hann
var gegnkaldur eftir hráslaga haustnæturinnar og forugur upp í mitti.
Það litla sem hafðist upp úr honum var að liann hefði aldrei á ævinni
villst fyrr. Það vissu kunningjar ltans að var satt því hann hafði margoft
tekið að sér að fara sendiferðir milli héraða og aldrei villst þrátt fyrir
þoku og myrkur. Nú varð hann að viðurkenna að hann ltefði glatað átt-
unum rétt utan við þorpið sitt. Kieran kom ekki á krána kvöldið eftir og
lá heima í viku með hitasótt. Þegar hann komst á fætur var hann óvenju
fámáll og hafði litla lyst á porternum. Þótt sumir sendu honum svolitlar
glósur þá voru þær meinlitlar þ\'í Kieran var harðhentur ef hann reiddist
og fáir treystu sér í handalögmál við hann. En það var lítiö rætt um geita-
stúlkuna ungu á kránni eftir þetta. Það var eins og menn vissu ekki
hvernig ætti að taka á þessu. Þegar hún kom í þorpið þá var henni sýnd
næstum eins mikil virðing og móður hennar.
Þannig er það nú, drengur minn, sagði veitingamaðurinn og ég skildi
að hann hafði lokið frásögn sinni. Eg lauk við bjórinn í krúsinni minni,
greiddi fyrir hann og þakkaði veitingamanninum fyrir mig og gekk út.
Eg heyrði að hann kallaði á eftir mér að ég ætti ekki að dveljast of lengi
í þessu þorpi.
Uti var farið að hitna í lofti og alls kyns lykt frá markaðinum íýllti vitin.
Veidngamaðurinn hafði sagt að það væru um 10 mílur til næsta þorps
og ég hafði ákveðið að fara í björtu. Það var ekki til neins að dyljast leng-
ur nú þegar heilt þorp hafði skoðað mig í laumi og allir \issu að ég hafði
gist í kofanum uppi í fjallinu. Eg var ekki kominn götuna á enda þegar sá
rauðskeggjaði gekk í veg fyrir mig og benti mér með fyrirlitningu að
nema staðar. 1 þetta sinn var í fylgd með honum vel klæddur herramað-
ur sem spurði mig kalt en kurteislega ln’ort ég \issi hvert stúlkan hafi far-
ið sent bjó í kofa uppi í fjallinu. Ég sagði sem satt var að það hefði ég
ekki hugmynd um. Þá verð ég að biðja yður að koina með okkur, sagði sá
velklæddi. Hér er ekki liðið að svona flækingar komi og hreki ungar
stúlkur út úr húsum sínum eða fyrirkomi þeim, þótt þær séu fátækar og
fákunnugar. Við gengum út fýrir þorpið og komum að reisulegu húsi á
þremur hæðum, hlaðið úr grjóti og með leirflísum á þaki, andstætt flest-
um öðrum húsum í þorpinu sem voru nteð strá|)aki. Eg taldi víst að þetta
væri setur einhvers fýrirmanns, lterragarður. Sá rauðskeggjaði leitaði á