Húnavaka - 01.05.2002, Page 106
104
HUNAVAKA
konist þó aó því að Kieran taldi stúlkuna rammgöldrótta eins og móður
hennar. Hann hló eins og vitfirringur þegar ég sagði að ég vissi ekkert
um það en geitamjólkin hennar hafi verið ágæt. Já, fékkstu þér geita-
mjólk, sagði hann og hló enn vitfirringslegar. Svo sló hann mig eldsnöggt
utanundir og sagði að ég væri fífi.
Eg fann hvernig ég dofnaði allur eftir því sent stundin nálgaðist. Hug-
ur minn hringsnerist um þessar síðustu stundir sem ég mundi af kvöld-
inu í kofanum hjá geitastúlkunni. Eg fór yfir það sama aftur og aftur og
velti fyrir mér hvert hún gæti hafa farið en ég var of lamaður af þeirri
staðreynd að hið óumfiýjanlega væri framundan til að geta hugsað rök-
rétt. Það var eins og eitthvað þungt sæti í maganum, eittlnað sem gerði
mig svo þungan að ég gæti ekki staðið í fæturna. Hendur mínar voru
eins og dofnar. A milli þess sem ég fór yfir þessar liðnu stundir hugsaði
ég um gálgann sem ég vissi að var nú fullsmíðaður og biði mín og um
systur mína sem ég hafði skilið við í flýti. 1 huganum sá ég hvernig hún
hélt að sér rifnum fötunum þar sem hún stóð hjá meðvitundarlausum
sirkusstjóranum og bandaði mér í burtu. Þannig hringsnerist hugur
minn á meðan ég beið þessar síðustu stundir.
Eg hrökk við þegar hurðinni var hrundið upp. Þótt ég fylltist enn
meiri skelfingu þá var það samt að vissu leyti léttir að biðin væri á enda.
Kieran reif í mig og batt hendur mínar fyrir aftan bak og hrinti mér út úr
dyrunum. Við gengum niður að markaðstorginu þar sem gálginn hafði
verið reistur. Kieran hafði sett band um háls mér, gekk síðan á eftir og
hottaði á mig eins og asna. I kringum gálgann hafði safnast saman hópur
fólks sem hló og kallaði ókvæðisorð að mér um leið og við fórum hjá.
Ég skimaði yfir hópinn í þeirri von að ég sæi hana birtast. Einhvern veg-
inn hafði ég alltafvonað að þessi undarlega stúlka rnyndi koma og sanna
sakleysi mitt. En það var sama hvert ég horfði, stúlkan var hvergi sjáan-
leg.
Gálginn var reistur á markaðstorginu miðju og andspænis honum var
hæðin sem kirkjan stóð á. Fólk hafði safnast saman til að fj'lgjast með.
Sumir höfðu komið sér fvrir í grasi gróinni brekkunni en aðrir stóðu á
steinlögðu torginu. Eg var teymdur upp á pallinn undir gálgatrénu og
þar lét Kieran mig stilla mér upp svo allir mættu sjá sígaunadjöfulinn
eins og hann orðaði það. Svo benti hann mér ástúðlega á hvar ég ætti
að standa þegar snaran hefði verið sett um háls mér. Þarna, sagði hann,
á hleranum, svo slæ ég undan og krakk, allt búið. Svo hló hann innilega.
Presturinn kjagaði másandi upp á pallinn og veitti mér hinsta sakra-
menti. Að því loknu spurði hann hvort það væri eitthvað sem ég óskaði í
lokin. Eg hikaði augnablik, þetta hafði komið óvænt. Svo herti ég upp
hugann. Já, ég vildi fá að leika eitt lag á flautuna mína í lokin. Það kom