Húnavaka - 01.05.2002, Page 109
ELIN S. SIGURÐARDOTTIR. Torfalæk:
Heimilisiðnaðarsafnið
á Blönduósi
Upphaf
A sjötta áratugnum var starfandi innan Sambands austur-húnvetnskra
kvenna byggðasafnsnefnd. Til nokkurra ára hafði staðið undirbúningur
að byggðasafni að Reykjum í Hrútafirði, þar sem að konm báðar Húna-
vatnssýslur og Strandasýsla. Ekki var einhugur ríkjandi hjá íbúum í Aust-
ur-Húnavatnssýslu um að safnið skvldi staðsett í Vestur-Húnavatnssýslu.
Margar kvenfélagskonur voru, eins og fleiri, afar óánægðar með þessa
tilhögun og á aðalfundi SAHK vorið 1963 var samþykkt tillaga þar sem
lýst er yfir óánægju með fyrrgreind áform.
Bvggðasafnið að Reykjum varð að veruleika og var þá ljóst að ekki var
grundvöllur fyrir myndun annars byggðasafns. Konurnar voru þó ekki
af baki dottnar heldur breyttu heiti byggðasafnsnefndar SAHK í heimilis-
iðnaðarnefnd og hófu söfnun muna sem töldust til heimilisiðnaðar.
I þessari heimilisiðnaðarnefnd áttu sæti: Þórhildur Isberg, Kvenfélag-
inu Vöku Blönduósi, sem var formaður nefndarinnar, Sesselja Svavars-
dóttir, Kvenfélagi Vatnsdæla, gjaldkeri, María Jónsdóttir, Kvenfélaginu
Voninni Torfalækjarhreppi, ritari og meðstjórnendur voru Dómhildur
Jónsdóttir, Kvenfélaginu Einingu Skagaströnd og Valgerður Agústsdóttir,
kvenfélagi Engihlíðarhrepps.
I byrjun sjöunda áratugar óskaði Sesselja eftir að ganga úr nefndinni
|rar sem hún starfaði ekki lengur með kvenfélagi Vatnsdæla og var flutt af
félagssvæði þess. I hennar stað kom í nefndina Guðrún Jónsdóttir, kven-
félagi Sveinsstaðahrepps og var hún gjaldkeri safnsins allt til þess tíma
að mynduð var sjálfseignarstofnun um það árið 1993.
Þessi nefnd vann æði ötult starf. Skemmtilegt er að sjá í gömlum fund-
argerðum að æ\-inlega var kallað á fulltrúa k\’enfélaganna til fundar með
heimilisiðnaðarnefndinni. A þennan hátt voru kvenfélögin tengd nefnd-
inni og tóku beint ábyrgð á undirbúningi og myndun safnsins. Allar
kvenfélagskonur á félagssvæðinu vissu því vel um hvað málin snerust,