Húnavaka - 01.05.2002, Page 113
H UNAVAKA
111
Stjórn safnsins ásamt nokkrum velgerðarmönnum í kveöjuhófi fyrir Elísabetu
Sigurgeirsdótlur árið 1997. F. v.: Björg Bjarnadóttir Sölvabakka, Elín S.
Siguröardóttir Torfalœk, Gubmundur Theódórsson Blönduósi, Valgerdur
Ágústsdóttirfrá Geitaskardi, Abalbjörg Þorgrímsdóttirfrá Holti, Gubrúnjóns-
dóttirfrá Hnjiiki, Sigurlaug Hermannsdóttir Blönduósi, Davía Gubmundsson
Blönduósi, Þóra Sigurgeirsdóttir Blönduósi, Elísabet Sigurgeirsdóttir Blönduósi,
Gubrún Sigwrjónsdóttirfirá Sybrí-Grund, Ingibjörgjónsdóttir Blönduósi og
Valgarbur Hilmarsson Fremstagili. Ljósm.: Sig. Kr. Jónsson.
leið, að SAHK afhenti sýslusjóði safnið en að fulltrúar frá kvenfélögunum
ættu sæti í nefnd þeirri sem ynni að framgangi safnsins.
Hin tillagan, sem kom frá formanni nefndarinnar Þórhildi Isberg, fól
í sér að gera safnið að sjálfseignarstofnun þar sem að stæðu kvenfélögin,
sýslusjóður og Blönduósshreppur.
Á aðalfundi SAHK vorið 1978 var hins vegar ákveðið að leggja eigin-
lega safnanefnd niður og að stjórn SAHK færi með daglega stjórn og
rekstur safnsins. Þó skyldu fjárreiður safnsins vera aðskildar íjárhag kven-
félagasambandsins.
Á þessum árum var Elísabet Sigurgeirsdóttir á Blönduósi formaður
SAHK. Gegndi hún því starfi með stuttum hléum í hartnær 17 ár. Jafn-
frarnt var hún forstöðumaður safnsins og sinnti daglegri umönnun þess
en um árabil voru Aðalbjörg Ingvarsdóttir og Þorbjörg Bergþórsdótdr
henni til aðstoðar. En ákveðinn hópur kvenfélagskvenna kom þar líka
að verki, einkum þegar haldnar voru tóvinnusýningar í safninu.
Fjárráð voru lítil, þó sty'rkti sýslusjóður safnið árlega og einnig feng-
ust stöku sinnum framlög úr ríkissjóði. Látið var ganga fyrir að skrásetja