Húnavaka - 01.05.2002, Síða 122
120
H U N A VA K A
Hjörtur hékk í hnakknum og reyndi að stjórna ferðinni. Smám saman
þreyttist tuddinn og gat Hjörtur stjórnað honum á leið og komst að lok-
um með hann út að Akri og erindaði kúna.
Síðan steig hann á bak aftur og hélt heim að Stóru-Giljá. Þá var naut-
ið farið að spekjast og gekk heimferðin áfallalaust. Sú ferð var lengi í
minnum höfð í Þingi.
Heimild: Erlendur frá Beinakeldu.
Bardagi milli Sveinsstaða og Steinness árið 1522
Grímur Jónsson lögmaður á Ökrum sem nú fer með sýsluvöld í Húnaþingi hugð-
ist setja dónt að Sveinsstöðum í Þingi til úrskurðar í deilum séra Jóns Arasonar, um-
boðsmanns Hólastóls og Teits ríka Þorleifssonar í Glaumbæ.
Séra Jón Arason og Grímur lögmaður höfðu samreið vestur að Sveinsstöðum og
fylgdu þeim um sex tugir manna, margir þeirra vopnaðir. Teitur var fyrir heima á
Sveinsstöðum, er þá bar að, og er sagt að áttatíu ntenn hafi verið í liði hans en sjálfur
kvaðst hann ekki hafa kotnið þangað með nema átján menn.
Þeir sérajón og lögmaður hikuðu \ið er þeir sáu mannsöfnuðinn heima á bænum
og baðjón lögmann að setja þingið utan túns, milli Sveinsstaða og Steinness, og varð
það að ráði. Segja þeir að lögmaður haíi mælt fyrir griðum aðeins eina örskotslengd
eða tvær frá túngarði á Sveinsstöðum. Aður hafi komið boð frá Teiti að hann mundi
hvorki þola stefnur né dóma mannslagslaust ef þeir riðu heim.
Glaumbæjarmenn herma afur á móti að Teitur hafi talið löglaust að setja þing
annars staðar en á réttum þingstað og skyldu hvorki stefnur né lagasóknir hafðar
uppi eða dómar ganga fram utan þinghelgi.
Sló í harða brýnu með þeim Jóni Arasyni og lögmanni annars vegar og Teiti hins
vegar. Glaumbæjarmenn segja aðjón og Teitur hafi tekist á ogjón lialdið honum
en lögmaður orðið fyrstur manna til að leggja ör á streng og skjóta af stálboga sínum.
Hæfði örin Teit og særði hann á handlegg. Andstæðingar Teits segja aftur á móti að
hann hafi látið grípa til vopna að fyrra bragði, skipað mönnum sínum að leggja til at-
lögu, slá og stinga og verið sjálfur fremstur í flokki. Grímur lögmaður hafi ekki grip-
ið til boga síns fyrr en bardagi var bafinn. Ekki liafi hann skotið nema einni ör er
óvíst sé hvar lent hafi. Þeir neita aðjón hafi haldið Teiti er hann særðist.
Bardaginn varð hinn ákafasti og var bæði beitt vopnum og kastað grjóti milli fj’lk-
inga. Honum linnti ekki fyrr en Helgi Höskuldsson ábóti á Þingeyrum kom til og
gekk á milli með menn er honum fylgdu.
Þá var fallinn maður úr liði Jóns, Arni Bessason, sonur fvrirbónda á Lundarbrekku
í Bárðardal og tíu eða fleiri sárir, ýmist vopnbitnir eða laskaðir af grjótflugi, allir úr
liði Jóns og Gríms, nema Teitur sjálfur.
A Öxarárþingi lét Grímur Jónsson af lögmannsembætti og var Teitur kosinn í
hans stað, þar eð hann „þótti best til þess fallinn, sakir mektar og manndóms, \isku
og virðingar, forsjónar og fémuna og allra þeirra hluta sem einum heiðursmanni ber
að hafa“.
A Öxarárþingi 1523 skipaði Hannes hirðstjóri Eggertsson tylftardóm um ntál Teits.
Hann dæmdi að Sveinsstaðabardagi hefði orðið utan þinghelgi og griðastaðar, ef
Teitur leiddi að því tvö vitni, er hann og gerði, að þingið hefði verið sett í Steinnes-
landi. Um áverka þá sem urðu var dæmt að Teitur og lið hans allt skvldi sýknt og sak-
laust vera, nema vitni sönnuðu að hann hefði höggvið, stungið, sært eða s\í\’irt menn.
Grími á Okrum \'ar dæmd útlegð fjrir bogaskotið, nema vitni sönnuðu að Teitur
hefði átt upptök að viðureign þeirra, jjá skal útlegð falla niður og Grímur gjalda sekt.
Úr annálum.