Húnavaka - 01.05.2002, Page 128
BjORGVIN ÞOR ÞORHALLSSON, Blönduósi:
USAH 90 ára
Ávarp formanns USAH á afmæli þess
I 90 ár hefur Ungmennasamband Austur-Hiínvetninga starfað áb rœktun lýds
og lands sem er eitt megin hugðarefni ungmennahreyfingarinnar. Þegar litið er
til baka geta ungmennafélagar í USAH verið stoltir af afrakstrinum. Þó hefur
áherslan verið meiri á menningu og íþróttir en landgrœðslu. Ungmennasam-
bandið hefur veiið svo stór hluti af menningarlífi sýslunnar að neesta fátcéklegt
veeri um að litast hefði ekki verið unnið öflugt starf á vegum þess af fórnfúsu
fólki í stjórnum og nefndum. Nægirað nefna Húnavökuritið, Húnavökuhátíð-
ina, þátttöku í Landsmótum, Unglingalandsmót, Héraðsmót, körfuknattleikslið,
knattspyrnulið og fijálsíþróttasveit.
Það sem hér um rœðir er ekkert annað en mannrœkt. Með íþrótta- og œskulýðs-
starfi hefur ungmennahreyfingin öll í Austur-Húnavatnssýslu unnið forvarnar-
starf og uþþbyggingarstarf fyrir börn og unglinga í sýslunni. Afraksturinn er
ungmenni sem ástunda heilbrigða lífshœtti oghafa jákvæða sýn á lífið.
Húnvetningar gela verið ánœgðir með fortíðina. En þeim, eins og öðrum, er
einnig nauðsynlegt að líta fravi á við. Nýjar aðstæður kalla á aðlögun og breyt-
ingar. Nýir tímar munu krefjast aukinnar samstöðu hinna dreifðu byggða Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Ef Austur-Húnvetningar stefna fram á við verða þeir að
sýna víðsýni í verki, bijóta niður múra tortryggtri og þröngsýni, laga skiþan
mála að breyttum aðstæðum og eldri kynslóðir að leyfa hinum yngti að hafa
raunveruleg áhrif.
Annars staðar í þessu riti er greintfrá starfi Ungmennasambandsins á sið-
asta ári. Þar leggja margir hönd á þlóginn, fólk setn situr í stjórnum og nefnd-
um, sjálfboðaliðar á mótum og við undirbúning þeirra og einstaklingar,
fyrirtæki og sveitarfélög. A síðustu tveimur árum hefur komið berlega í Ijós
hversu tnikil samstaða er meðal Austur-Hiinvetninga utn að hlúa að ung-
mennahreyfingunni ogíþrótta- og æskulýðsstarfi almennt. An þessarar samstöðu
væti starfsemi USAH og aðildarfélaga þess ekki möguleg.