Húnavaka - 01.05.2002, Page 138
STEFAN A. JONSSON:
Bréf frá Sigurði Nordal
Eftirfarandi handsknfab bréf barst mérfyrir meir en 30 árum frá þeim gagn-
merka manni, Sigurði Nordal. Nokkru áður var liafinn undirbúningur ad ritun
byggðasögu héraðsins sem síðarkom út í bókunum Húnaþingl-lll. Éghafði átt
í bréfaskriftum við Sigurð Nordal og fengið frá honum gein sem hann nefndi,
Bókasafn Þingeyrakirkju og birtist í Húnavöku ánð 1970. Þetta biéf hefur að
geyma merkilega lieimild um mál sem snertir átthaga hans og lýsir raunsœjum
og rökföstum skoðunum.
SÁJ.
Bréfið er dagsett í Reykjavík, 9. maí 1969 og hljóðar svo:
Kæri Stefán Jónsson.
Fyrir fáeinum dögum var ég að sýna frænku minni úr Vatnsdalnum,
Byggðir og bú úr Suður-Þingeyjarsýslu, og töluðum við um að gaman
væri að eignast svona bók um Húnavatnssýslu.
Nú er að sjá af bréfí frá Sigurði Líndal á Lækjamóti, ásamt boðsbréfi
sem fylgdi því, að þessi ósk ætli að rætast. Eg óska þess og vona að ykkur
lánist þetta íýrirtæki sem best á allan hátt, bæði bókargerðin sjálf og út-
gáfan, því að þetta verður dýrt og þarf styrkar undirtektir og liðveislu
liéraðsbúa.
Sigurður Líndal minnist á það í bréfi sínu hvort ég mundi vera fáan-
legur til að skrifa í þessa bók stutt yfirlit um sögu Húnavatnsþings frá sið-
skiptunum fram undir okkar daga. Því miður brestur mig allt til þess að
gera þetta: þekkingu, tíma og krafta. En hvað sem þessu líður er ég í
miklum vafa um að þetta söguyfirlit eigi }Tirleitt að vera í bókinni. Það er
varla unnt að skrifa sögu eins héraðs án þess að það verði að sumu leyti
landssaga - eða þá að semja hana um sögu einstaklinga, helst vandræða-
manna, sbr. Gísla gamla Konráðsson! Eg vildi minna á yfirlitið í I.G. sögu
Borgarfjarðar, sem er alveg einskis virði. Nú á almenningur kost svo
margra bóka, a.m.k. Islendingasagna, Landnámu, Sturlungu o.s.frv. Það
væri að jórtra slíkt í mögrum ágripum, í stað þess að vera bækurnar sjálf-
ar? Þá eiga Húnvetningar frá síðari árum mikið af ágætum söguþáttum
sem ókleift er að gera ágrip af.
Um heiti ritsins vil ég benda ykkur á að Jón Jóhannesson taldi heitið
„Húnaþing“ ungt rangnefni í staðinn íyrir „Húnavatnsþing“. Ég hefi ekki