Húnavaka - 01.05.2002, Síða 139
HUNAVAKA
137
kannað þetta sjálfur en býst við að Jón hafi haft lög að mæla. - Annars
skal ég játa að Húnaþing hljómar betur en hitt nafnið. - Og mér finnst
ykkur sem nú lifið sé heimilt að hverfa frá eldra heiti héraðsins ef ykkur
þóknast þótt mér þætti rétt að nefna þetta.
Þessar línur eru vitanlega til ykkar beggja, nafna míns og þín. En af
því að þú hefur skrifað mér áður, vegna Húnavöku, datt mér í hug að
gefa þér kost á að nota grein sem ég hef skrifað (en á eftir að láta vél-
rita), er reyndar nokkurs konar einkamál, ekki skrifuð til birtingar. Eg
sendi hana bráðum og sel þér algjörlega sjálfdæmi.
Með bestu kveðjum - óskum góðs gengis.
Þinn einlægur
Sigurður Nordal.
E.s. Mér þótti gaman að sjá að þið ætlið að taka kauptúnin og íbúa
þeirra með. Þingeyingunum datt ekki í hug að hafa svo mikið við Húsa-
vík og Húsvíkinga!
Heimskur eins og dýr
Andrew Boorde, víöförull maður, sem var munkur en lagði síðar stund á læknis-
íþrótt, er höfundur bókar um þjóðir norðurálfu. Hún var gefin út í Englandi árið
1547 og í henni er lýsing á Islandi og Islendingum. Þessa bók tileinkar hann Maríu
prinsessu, dóttur Hinriks VIII Englandskonungs. I sjötta kafla bókarinnar segir frá
Noregi og íslandi. Þar eru þessi svokölluðu ljóð sem lögð eru Islendingum í munn.
„Eg fæddist á Islandi eins heimskur og dýr, að eta kertisbúta var mér hátíð, ég var
sólginn í tólg og hráa skreið, það þykir indæll matur í landi mínu. Hráan fisk og hrátt
kjöt et ég, þegar ég þarf, sá matur þykir mér góður. Lítið hirði ég um messur og
morgunsöngva og um góð klæði skeyti ég aldrei, gott þykir mér að klæðast dýraskinn-
um, hvort heldur eru úlfaskinn eða bjarnarfeldir."
I þessari bók segir: Islendingar hafa engin hús, heldur liggja þeir í hellum eins
og svín. Þeir eru dýrslegir, fávísir og ósiðaðir, selja hunda sína og gefa börn sín. Þó
eru þeir góðir fiskimenn. Mikið af fiski sínum láta þeir Englendingum í hendur og fá
í staðinn mjöl, bönd, skó og aðra smámuni en peningar eru engir.
Nokkrir prestar eru í landinu. Þeir eru blásnauðir en halda samt frillur.