Húnavaka - 01.05.2002, Page 143
GUÐRÚN ANGANTÝSDÓTTIR, Skagaströnd:
Fyrsti skóladagurinn
Hjónin á Brekkubraut 18, þau Valdís og Karl, voru að fá sér morgunmat,
kaffi og ristað brauð. Þau ljómuðu af ánægju því þetta var mikill dagur.
Drengurinn þeirra átti að byrja í skólanum í dag.
Hann var að borða morgunkornið úr fallegu skálinni sinni. Þau litu
stolt á drenginn. Allt í einu segir Valdís. - Manstu, Isalli, hvað við vorum
búin að þrá að fá drenginn okkar áður en við eignuðumst hann?
- Já, já, Dísa mín, það var þónokkuð löng bið þar til að það tókst loks-
ins, sagði Kalli.
- Og manstu, Kalli, hvað við vorum ánægð er við komum með hann
heim og létum hann í fínu körfuna sem við vorum búin að kaupa fyrir
„þessa elsku“?
- Já og það var fallegasta karfan í búðinni sem við keyptum og það
fylgdi henni margt skraut, sagði Kalli.
- Hún var líka dýrust en ekkert var of gott fý'rir „drenginn" okkar,
sagði Dísa.
- Svo hugsuðum við bæði um hann um nætur ef hann vanhagaði um
eitthvað.
- Já, það gerðum við og það voru ánægjulegar stundir, sagði Kalli.
- Eg man er \ ið fórum fyrst út með hann að ganga. Þarna gekk hann
á stuttu fótunum og það var líka tekið eftir okkur. Margir vegfarendur
stoppuðu okkur og dáðust að hvað hann væri fallegur og alltaf fékk hann
klapp á kollinn. Margt af þessu fólki þekktum við en það voru líka marg-
ir sem rið þekktum ekkert, sagði Dísa.
- Mikið vorum rið ánægð og hreykin }fír þri hvað hann fékk mikla at-
hygli, sagði Karl.
Já, Kalli minn, þetta hafa verið mjög hamingjusöm ár síðan við
eignuðumst hann.
- Sjáðu, Dísa, hvað hann borðar fallega, nú er hann að verða búinn
að borða og hann skilur ekkert eftir og skálin er svo snyrtileg, nærri því
eins og hún hafi ekki verið notuð, sagði Karl. Dísa sendi Kalla og drengn-
um fallegt bros.
- Já, sagði Dísa, og andvarpaði, nú er drengurinn okkar orðinn svo
stór og á að fara að byrja í skólanum. Þessi ár hafa liðið svo fljótt, ég hefði
riljað hafa hann lengur heima.