Húnavaka - 01.05.2002, Page 144
142
HUNAVAKA
- Nei, nei, Dísa mín, hann þarf að fara að læra ýmislegt. Og ég veit að
hann á eftir að vera stilltur í skólanum þ\ í við höfum alið hann svo vel
upp.
- Jæja, við verðum að bursta hárið með fallega burstanum hans áður
en hann fer í skólann, sagði Dísa.
- Já, hann er líka svo hreinn og fínn, við böðuðum hann bæði í
gærkveldi og hann var svo ánægður eftir það þó hann sé orðinn svona
stór.
Jæja, þá voru þau öll búin að ljúka við morgunmatinn í þetta sinn.
Karl fór að hafa sig til og eins Valdís. Þau ætluðu bæði að fara með
drenginn í fyrsta sinn í skólann. Ekki sleppa af honum hendinni fyrr en
kennarinn tæki \ iö honum. Þau fóru út í bílinn og lögðu af stað. Dreng-
urinn settist á fallega púðann og horfði út um gluggann er þau lögðu af
stað.
Það var fallegt veður úti, sólin skein og sendi þessari hamingjusömu
fjölskyldu geisla sína. Eftir smástund voru þau kominn að skólanum. Þau
fóru öll út úr bílnum og gengu inn í skólann. Á skólanum var stórt skilti
og á því stóð; „Hundaskólinn Sámur“.
Strákslegt orðbragð
Norðlenskur maður, Egill Jónsson, kallaður Æri-Egill, hefur gert mikinn óskunda
á Oxarárþingi. Hann var þar sannreyndur að strákslegu orðbragði, makalausu mál-
æði við ærlega dandimenn og óhæfilegum ofsahljóðum. Lögréttumenn urðu fvrir
miklum ófriði og ónæði við embættisstörf og eina nóttina reif hann tjald í fólsku-
áhlaupi.
Sýslumaðurinn úr Húnaþingi, yftrvald þessa náunga, segir líka að hann sé ill-
mannlega kynntur nyrðra. Slíkir suákar er smána yfirvöldin í orði eða verki sætajafn-
aðarlega harðri refsingu.
Hér var þó úr vöndu að ráða þvf að Egill er svo stórlega hindraður á líkamanum
að lögþingsmenn kveinkuðu sér við að láta hann þola þá hegningu er hann hafði
unnið til. Þess vegna voru látin nægja fá vandarhögg enda bað hann alla góða menn
að fyrirgefa sér óhæfuverk sín og hét bót og betrun framvegis.
Annáll 1683.