Húnavaka - 01.05.2002, Page 154
152
H U N A V A K A
Sara taldi að kynbótasýningin skipti miklu máli fyrir bandaríska eig-
endur íslenskra hrossa. „Hér hefur gefist einstakt tækifæri tíl þess að bera
saman hross af misjöfnum gæðum. Margir eigendur hrossa hér hafa
aldrei komið til Islands, aldrei séð önnur íslensk hross en sín eigin og
sinna næstu nágranna. Fyrir þetta fólk opnast nýr heimur og fólkið skynj-
ar hrossin miklu betur og allt öðruvísi en áður. Þetta fólk bafði litla þekk-
ingu á því hvernig á að rækta hross, hvernig hryssur á að leiða undir
einstaka stóðhesta. Þetta fólk er fúst að læra og það fer að kaupa betri
hross.“
Sara hefur stundað hestamennsku allt frá barnæsku en hefur umgeng-
ist íslensk hross í um það bil 14 ár. „Astæða þess að ég fékk áhuga á ís-
lenska hestum var að þetta hrossakyn virtist ekki þurfa mjög mikla
umönnun. Eg vann rnikið og hafði ekki þann tíma sem maður þarf til
þess að sinna ýmsum af þeirn stóru hestakynjum sem við höfum hér í
Bandaríkjunum."
„Bandarísk reiðmenning er mjög sérstök og það er allt annað en auð-
velt að fá atvinnu hestamenn til þess að líta við íslenskum hestum," sagði
Sara. Og hún benti á að í Bandaríkjunum er til fólk sem kaupir mjög dýr
keppnislnoss vegna þess að það getur farið með þau hross í keppni og
unnið til verðlauna. En hún bætti við að það væru ekki miklir möguleik-
ar, a.m.k. ekki ennþá fyrir eigendur íslenskra hrossa að vinna til slíkra
verðlauna en vonaðist til að í framtíðinni ættu menn vaxandi möguleika
að keppa á íslenskum hestum. „Oll keppni vekur áhuga í Bandaríkjun-
um,“ sagði Sara og sagði að það væru mörg dæmi um að áhorfendur sem
sjá íslensk hross keppa, smitist af gæðum þeirra og vilja eignast slíka
gripi.
Vel limaðir og þróttmiklir
Þórður Þorláksson biskupsson frá Hólum skrifaði um Island og Islendinga og lét
prenta ritið í Wittemberg áriðl666. I því hrekur hann margar missagnir Blefkens og
fleiri útlendra manna er hafa skrifað furðulegar lýsingar fullar af rangfærslum um
Island.
Hann mótmælir því harðlega að Islendingar búi í hellum, lýsir bæjarbyggingum
og getur þess að allmörg hús, einkum kirkjur, séu úr timbri ger að öllu leyti. Til
drykkjar segir liann nokkra hafa útlent öl, aðra gómsætan drykk sem fáist úr jurtum
og berjum en flestir drekki sýrublöndu við þorsta. Brauð kveður hann sjaldgæft á
heimilum fátækra manna en þó kaupi allir nokkuð af mjöli í kaupstöðunum. Hann
greinir frá tungu landsmanna og lýsir klæðaburði þeirra. Islenskar konur vefja hvítt
léreft um höfuð sér og setja lítinn hatt þar ofan á. Hann fer loflegum orðum um
lyndiseinkunnir fólks - ráðvendni, greind og gestrisni - og telur Islendinga meðal-
menn að vexti, vel limaða, þróttmikla og fríða sýnum.
Hann hrekur furðusögur um Heklu og segir landsmönnum sjálfum ókunnugt að
þaðan heyrist ýlfur og öskur eða þar hafist \ið draugar og hrægammar.