Húnavaka - 01.05.2002, Page 163
HUNAVAKA
161
strönd og einn af stofnendum Lionsklúbbs Skagastrandar. Einnig var
hann formaður Sósíalistafélags Höfðakaupstaðar þar til Alþýðubanda-
lagið var stofnað. Áhugamál hans voru hljóðfæraleikur og söngur og lék
hann á harmoníku á skemmtunum um árabil. Hann var í kirkjukórum
og Samkórnum Björk í mörg ár.
Friðjón andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Utför hans var
gerð frá Blönduósskirkju 13. janúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Lúðvík Kristjánsson,
Skagaströnd
Fœddur 30. júní 1910 - Dáinn 10. febrúar 2001
Lífsganga Lúðvíks hófst á fyrsta tug tuttugustu aldar. Hann var fæddur í
Asbúðum á Skaga, sonur hjónanna, Kristjáns Kristjánssonar og konu
lians, Sigurbjargar Sigurbjarnardóttur, en þau
stunduðu sinn búskap lengstum á Bakka á
Skagaströnd. Lúðvík var einn af tólf systkin-
um, tvö þeirra dóu í æsku en tíu komust á
fullorðinsár og var Lúðvík sá þriðji yngsti.
Lúðvík er sá síðasti í þessum stóra systkina-
ltópi sem kveður þennan heim en systkinin
sem komust til fullorðinsára voru í aldursröð:
Hólmfríður Björg, Sigurlaug, Lára, Henry,
Karl, Sigurbjörn, Eðvarðsína, Lúðvík, Elísabet
og Kári.
Þegar Lúðvík var 31 árs gamall gekk hann
að eiga Pálínu Sigríði Frímannsdóttur, fædda
1916, frájaðri á Skagaströnd. Þau giftu sig 5.
júlí 1941 og það sama ár byggðu þau íbúðarhúsið Steinholt. Varð þeim
hjónum fjögurra barna auðið sem öll eru á lífi en þau eru í aldursröð:
Frímann (f. 1941), Kristinn (f. 1944), Ki istín (f. 1946) ogyngstur er Karl
(f. 1951).
Sigríður, eins og Pálína Sigríður var jafnan kölluð, var ákaflega iðju-
söm og myndarleg húsmóðir. Var iðjusemi hennar viðbrugðið sérstak-
lega með hliðsjón af því að hún átti lengi við bakveikindi að stríða. Þessi
veikindi gerðu það að verkum að hún þurfti oft og einatt að leita læknis
og heimkomin eftir eina slíka ferð í júlíbyrjun 1962 lagðist hún til svefns.
Upp frá þeim svefni vaknaði hún ekki aftur og varð hennar bráða kveðja
Lúðvík og börnunum mikill harmur enda hafði alla tíð verið mjög kært