Húnavaka - 01.05.2002, Page 166
164
H U N A V A K A
ítas, tvíburasystir Sigríðar, er ennfremur látin en þær Júlíana, sem býr á
Akureyri og Guðlaug, sem er til heimilis í Reykjavík, lifa systur sína.
Sigríður ólst upp í Brekku á Seltjarnarnesi og upp úr fermingu byrjaði
hún að vinna íyrir sér. Lagði hún ýmis störf fvrir sig, gætti barna, var í
kaupavinnu í sveit og vann tilfallandi þjónustu- og verkastörf, bæði í
Reykjavík og víðar um landið. Sigríður var þó
með aðsetur sitt í höfuðborginni allt til ársins
1951. Það ár réðst hún sem ráðskona norður í
Oxarfjörð, til bóndans í Sigtúnum, Pálsjón-
atans Sigtryggssonar. Er skemmst frá því að
segja að Sigríður og Páll giftu sig þann 21.
september, ári eftir að Sigríður kom norður.
Sagði Sigríður frá því að hún helði ákveðið
um leið og hún sá Pál að þau rnyndu verða
hjón en Sigríður var alla tíð mjög einörð kona
og drífandi.
Börn þeirra Sigríðar og Páls eru: Sigtrygg-
ur, kvæntur Hafdísi Kristinsdóttur og eru þau
búsett í Sandgerði, Karítas, hennar maður er
Stefán Þór Arnason og eiga þau heima á Skagaströnd og Margrét en eig-
inmaður hennar er Jón Andrésson og búa þau á Akureyri.
Sigríður þekkti til sveitalífsins og landbúnaðarstörfm voru henni því
ekki ókunn þegar hún kom norður. Ekki þurfti hún að sakna rnarg-
mennisins í Reykjavík því gestkvæmt var í Sigtúnum og fjölmörg börnin
sem átt höfðu sumardvöl í Sigtúnum. Haft var á orði að Páll drægi alla í
kaffi sem nálguðust túnfótinn. Þau hjónin bæði vissu fátt skemmtilegra
en að taka á móti gestum. Voru þau höfðingjar heim að sækja og garnan
þótti Sigríði að setjast niður með vinafólki og spá fyrir Jdví en hún var
afar næm kona og gerði sér vel grein fyrir því að meira er til í þessum
heimi en það sem sýnilegt er venjulegum augum.
Arið 1980 brugðu Sigríður og Páll búi og fluttust til Akureyrar. Bjtiggu
þau í Skarðshlíð 8a þangað til Páll lést árið 1992. Þremur árum áður
haíði Sigríður hætt að vinna en hún vann við ræstingar hjá iðnaðardeild
Sambands íslenskra samvinnufélagaæftir flutninginn. Fljótlega eftir and-
lát Páls færði Sigríður sig um set í bænum og bjó um tíma í íbúð við
Hjallalund. Arið 1994 veiktist hún og náði aldrei fullri heilsu eftir það.
Frá því á árinu 1999 dvaldi hún hjá dóttur sinni á Skagaströnd og síð-
ustu mánuði ævi sinnar á Héraðshælinu á Blönduósi.
Sigríður var afar trygglynd kona. Var henni til dærnis rnjög mikils virði
að halda tengslum við hörnin sem hún hafði passað þegar hún var yngri.
Hún reyndist vinum sínum vel. Hreinskilin var Sigríður og vildi hafa skýr-
ar línur í sínu lífi. Kom hún til dyranna eins og hún var klædd og var