Húnavaka - 01.05.2002, Page 167
HÚNAVAKA
165
ekki feimin við að tjá sínar meiningar. Hún var mikil dugnaðarkona og
ekki hennar háttur að fara að hlutunum með hangandi hendi. Sigríður
hafði hressilega framkomu og var gamansöm. Hafði hún gott auga fyrir
því skoplega í tilverunni, ekki síst því sem finna mátti í fari hennar sjálfr-
ar enda er það einkenni allra sannra húmorista að þeir geta gert grín að
sér sjálfum. Æðrulaus var hún og heyrðist sjaldan kvarta eða mögla. Mátti
hún ekki til þess hugsa að aðrir væru að hafa af henni áhyggjur.
Sigríður var heimakær kona og heimilið og fjölskyldan var það sem
stóð hjarta hennar næst. Þó þótti henni afar gaman af því að bregða und-
ir sig betri fætinum og ferðast. Hafði hún farið margar skemmtilegar
ferðir, bæði innanlands og utan. Þá veitti það henni mikið yndi að vinna
að hannyrðum og var hún á árum áður afkastamikil á því sviði.
Sigríður lést á Héraðshælinu á Blönduósi. Utför hennar var gerð frá
Akureyrarkirkju þann 16. sama mánaðar.
Sr. Svavar A. Jónsson.
Þorlákur Húnfjörð Guðlaugsson,
Þverá
Fœddur 26. ágúst 1912 —Dáinn 1. apríl 2001
Þorlákur var fæddur á Ytri-Ey í Vindhælishreppi sonur Rakelar Bessadótt-
ur frá Sölvabakka. Faðir Þorláks var Guðlaugur Sveinsson fóstursonur
Þorláks Helgasonar frá Blönduósi.
Þau Rakel og Guðlaugur eignuðust sjö
börn, elst var Emelía Margrét, hún er látin,
Þorlákur var næstelstur, þá Jóhanna Guðrún,
hún er látin, síðan Vésteinn Bessi, Kári Hún-
fjörð, hann er látin, Einar Húnfjörð og yngst
er Bergþóra Heiðrún.
Að Þverá, efsta bænum í Norðurárdal í
Vindhælishreppi, fluttu þau hjónin Rakel og
Guðlaugur árið 1913 þegar Þorlákur var á
fyrsta ári. Þar bjuggu þau allan sinn búskap.
Þar hóf Þorlákur búskap með foreldrum sín-
um og hélt því áfram eftir andlát þeirra. Ævi-
starf hans varð sauðfjárbúskapur á Þverá og
seinni árin bjó hann með bróðursyni sínum, Braga Kárasyni. Auk sauð-
fjár var Þorlákur með kýr fyrir heimilið og nokkur hross en hann haíði
ánægju af góðum hestum.
Með búskapnum á Þverá hafði hann íhlaupavinnu, sá í nokkur ár um