Húnavaka - 01.05.2002, Page 168
166
HUNAVAKA
póst í Norðurárdalnum og eftirlit og viðgerðir á símalínunni yfir Þ\ erár-
Ijall milli Sauðárkróks og símstöðvarinnar á Efri-Mýrum í Engihlíðar-
hreppi. Þorlákur vann einnig nokkur liaust í sláturtíðinni hjá Sölufélagi
Austur-Húnvetninga.
Fyrst og fremst var hann bóndi og náttúrubarn sem unni Norðurár-
dalnum og sveitinni sinni.
Þorlákur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hann
dvaldi frá 1992. Utför hans var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 8. apríl.
Sk Sveinbjörn Einarsson.
Guðný Hjálmfríður Elín Kristjánsdóttir
frá Blönduósi
t
Fædd 27. september 1930 — Dáin 9. júní 2001
Guðný var fædd á Blönduósi, dóttir hjónanna, Guðrúnar Margrétar Guð-
mundsdóttur og Kristjáns Júlíussonar. Foreldrar hennar eignuðust níu
börn af þeim komust sjö á legg. Þau voru í aldursröð: Guðmundína elst,
Helga, Torfhildur, Jónína, Guðný, Ivar og
Hallbjörn. Þau eru látín nemajónína og Hall-
björn.
Guðný ólst upp á Blönduósi þar sem for-
eldrar hennar bjuggu til æviloka. Guðný var í
sambúð með Hólmsteini Valdimarssyni verka-
manni en þau slitu samvistum. Þau eignuðust
fjögur börn. Þau eru: Jóhanna Hrefna, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, gift Erni Guð-
mundssyni, Margrét Kristín, sem starfar á
Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, Valdimar
Stefán, býr á Akranesi, kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur og Baldur Helgi trésmiður
og þjónn í Reykjavík.
Síðar var Guðný í sambúð með Hannesi Péturssyni járnsmið og eign-
uðust þau soninn Pétur sem er danskennari og þjónn í Stíþjóð.
Að loknu hefðbundnu skólanámi á Blönduósi stundaði Guðný ýrnsa
algenga vinnu ásamt húsmóðurstörfum. Hún var lagin í höndunum og
mikil hannyrðakona sem annaðist heimilið og börnin af miklum dugn-
aði og myndarskap. Hún saumaði, heklaði og prjónaði mikið meðan
heilsa hennar leyfði. Hún var vinnusöm og sinnti hverju starfi sem hún
gekk að af alúð og samviskusemi.
Þegar hún var 47 ára veiktist hún. I ljós kom að hún hafði lamast á