Húnavaka - 01.05.2002, Page 169
HUNAVAKA
167
vinstri hlið og náði sér aldrei til fulls af því áfalli. Þess vegna varð hún
eftir það að ganga við hækjur en því tók hún af fádæma æðruleysi og átti
vegna sinnar léttu lundar alltaf auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á líf-
inu. Ariö 1985 ilutti Guðný frá Blönduósi til Reykjavíkur.
Utför hennar fór fram frá Seljakirkju 19. júní.
Stefán A.Jónsson.
Ingibjörg Steinunn Guðmundsdóttir
frá Brúarhlíð
Fædd 8. júní 1952 - Dáin 10. júní 2001
Ingibjörg Steinunn var fædd á Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin
í Brúarhlíð, Emelía Svanlaug Þorgrímsdóttir og Guðmundur Eyþórsson.
Þau eignuðust þrjú börn, tvíbiuana Ingibjörgu Steinunni og Guðbjörgu
Sigrúnu og soninn Þorgrím Jónas. Guðbjörg Sigrún dó í barnæsku rúm-
lega eins árs gömul og Þorgrímur dó í frumbernsku. Ingibjörg Steinunn
eða Steina, eins og hún var gjarnan kölluð, ólst upp í foreldrahúsum.
í Brúarhlíð var hún allt til ársins 1997 að hún flutti til Blönduóss að
Hnjúkabyggð 27. Þangað flutti hún með
frænda sínum, Haraldi Eyþórssyni, sent ann-
aðist hana allt frá því hún missti foreldra sína
jnar til hún lést. A Blönduósi undi Steina sér
vel, hún vann í Iðju, félagsstarfi fatlaðra og
einnig nokkra daga í viku í þvottahúsi Heil-
hrigðisstofnunarinnar á Blönduósi.
Steina eignaðist dótturina, Guðmundu Sig-
rúnu, með Guðmundi Eyþórssyni bónda á
Sturluhóli. Guðmunda býr nú í Brúarhlíð
nteð Þór Sævarssyni og eiga þau tv'o syni, Har-
ald Pál og Hákon Pétur. Dóttursynir Steinu
voru hennar stærstu sólargeislar í lífinu. Hún
var ætíð stolt af sínu fólki, bar hag þess fyrir
hrjósti og naut jtess að fá það, vini og kunningja í heimsókn. Hún hafði
ánægju af að gleðja aðra og var glaðsinna og brosmild ef því var að
skipta.
Sem barn og unglingur veitti það henni gleði að ferðast og fara á hest-
bak. Hún gat gert margt í höndunum og fína handavinnu með aðstoð.
Lífsbarátta Steinu var oft hörð en hún vissi hvað hún vildi. Hún gat
verið nijög ákveðin og föst á sínu, tilfinningarík og trygglynd. Hún var
ekki allra en þeim sem hún tók vildi hún vera artarsöm og góð.