Húnavaka - 01.05.2002, Page 171
11 IJ NAVAKA
169
lognmolla í kringum hann. Hann átti heita lund enda tilfinningamaður
sem fann mjög til með þeim sem erfitt áttu og órétti voru beittir. Hann
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og var óhræddur að taka afstöðu og
fylgja skoðunum sínum eftir. Pálmi var áhugasamur um ættfræði,
ljóðagerð og skógrækt og hann var mikill fjölskyldumaður og sérlega
barngóður. Síðustu misserin átti liann við veikindi að stríða.
Utför Pálma fór frarn frá Kópavogskirkju þann 25. júní.
Sr. ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Anna Björnsdóttir,
Móbergi
Fœdd 20. desember 1909 - Dáin 18. júní 2001
Anna var fædd að Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Foreldrar hennar vorn
Sigurbjörg Pétursdóttir sem átti ættir að rekja til Unadals í Skagafirði og
Björn Stefánsson frá Skagaströnd. Hjónin, Sigurbjörg og Björn, eignuð-
ust sjö börn, eitt dó ungt. Þau sem náðu fullorðinsaldri eru í þessari röö:
Stefán, Guðrún, Pétur, Einar, Anna og yngstur og einn eftirlifandi systkin-
anna er Steingrímur.
Anna fór ung að vinna fyrir sér. 1 Bólstaðarhlíð var hún einn vetur ltjá
Elísabetu Magnúsdóttur og Klemensi Guð-
mundssyni. baðan fór hún í Vatnshlíð til Her-
dísar Grímsdóttur og Péturs Guðmundssonar
og var þar í átta ár. Vinátta hennar við hjónin
í Vatnshlíð hélst alla tíð. Þar eignaðist Anna
góða vinkonu, Kristínu, dóttur þeirra hjóna.
Anna var tvö ár í Kvennaskólanum á
Blönduósi, bæði sem nemandi og aðstoðar-
kona. Eftir það fór hún sem ráðskona til Pét-
urs bróður síns sem þá bjó í Mjóadal. Þaðan
fiuttu Anna og Pétur að Móbergi í Langadal
þegar hann keypti hálfa jörðina móti Einari
bróður þeirra. Þar bjuggu þau saman, Anna
og Pétur og Einar og Helga kona hans, ásamt
börnunum. A Móbergi voru Anna og Pétur nteð þrjú börn, Steingríms
bróður síns, sem þau höfðtt fengið til sín og ólu upp sem sín eigin, þau
Guðlaugu Sigurbjörgu, Valdintar Agúst og Stefán Björn.
Anna var félagslynd og gestrisin og hafði gaman af að vera innan um
annað fólk. Hún var í kvenfélaginu í dalnum og sat í stjórn þess um ára-
bil. Blóma- og garðrækt voru hennar áhugamál. Hún var hannyrðakona