Húnavaka - 01.05.2002, Page 174
172
II U N AV A K A
Skafti og Helga eignuðust fimm Ix'irn seni eru: Sigríður Svanhildur,
Ingimar, Sverrir, Olafur og yngstur er Flosi. í Hnjúkahlíð bjó Skafti til
ársins 1984. Hann vann sem bóndi mestan hluta starfsævi sinnar en vann
með búskapnum á haustin hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga. Skafti var
sveitungum sínum og nágrönnum hjálpsamur og greiðvikinn. Hann
hafði ánægju af að blanda geði við fólk og var glaðlegur og viðræðugóð-
ur.
Þegar Skafti brá búi og fór frá Hnjúkahlíð flutti hann í Hnitbjörg,
íbúðir aldraðra á Blönduósi. Þar dvaldist hann allt þar til heilsan gaf sig
að hann fór á Heilbrigðisstofunina á Blönduósi og þar var hann um ára-
bil.
Hann andaðist þar og var útför hans gerð frá Blönduósskirkju 6. júlí.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ingiríður Guðlaug Nikódemusdóttir
frá Blönduósi
Fœdd 30. október 1914 - Dáin 12. júlí 2001
Lífsganga Guðlaugar Nikódemusdóttur, eða Gullu eins og hún var gjarn-
an kölluð, hófst á öðrum tug tuttugustu aldar. Hún var fædd á Sauðár-
króki, dóttir hjónanna, Nikódennisar Nikulásar Jónssonar og seinni konu
hans, Valgerðar Jónsdóttur. Gulla var yngst 6 barna þeirra Nikódemusar
og Valgerðar en einn hálfbróður átti hún er Stefán hét, sem er látinn,
en hann var sonur Nikódemusar og fyrri konu hans, Moniku Stefánsdótt-
ur. Gulla er sú síðasta í sínum systkinahópi, sem kveður jjennan heim en
alsystkin hennar voru í aldursröð: Jón, Oddný, Ingólfur, Sveinn og Guð-
rún.
Gulla ólst upp á Sauðárkróki til 11 ára aldurs en jrá flutti hún til Siglu-
fjarðar með móður sinni og systur. Faðir hennar bjó hins vegar áfram á
Sauðárkróki jaó svo að foreldrar hennar skildu aldrei formlega. Þegar
þær mæðgur komu til Siglufjarðar var lífið þar eitt síldarlíf en kannski
ekki beinlínis sældarlíf. Vinnan var mikil og allir þurftu langan vinnu-
dag til jtess að komast af. Gulla minntist oft þeirra stunda þegar hún stóð
á síldarpallinum 12 ára gömul og saltaði síld ofan í tunnur með móður
sinni. Þá var spennan og skemmtunin fólgin í samkeppninni við vinkon-
urnar um Jiaö hver væri fljótust að leggja í og fylla tunnuna af síld.
Þegar Gulla var 16 ára fór hún til Vestmannaeyja ásamt Sveini bróður
sínum og var þar við vinnu í nokkur misseri. Eftir um tveggja ára vist í
Eyjum fluttist hún norður í Húnavatnssýslu þar sem hún kynntist fyrri
eiginmanni sínum, Sveinberg Jónssyni. Varð þeim hjónum þriggja