Húnavaka - 01.05.2002, Síða 175
HUNAVAKA
173
drengja auðið og eru þeir taldir í aldursröð: Brynjólfur (f. 1934), Jón
Sveinberg (f. 1936) og Grétar (1938-1992). Gulla og Sveinberg kynntust
er hún var táð störf í Stóradal, þar sem þau áttu heima fyrstu misserin, en
fluttu fljótlega til Blönduóss og áttu þar heimili í átta ár eða til ársins
1942 er þau skildu.
Sama ár kynntist Gulla síðari eiginmanni
sínum, Ara Jónssyni, kenndum við Skuld á
Blönduósi. Gulla fluttist í Skuld til Ara árið
1943 og átti þar heimili í næstum þrjá áratugi.
Þeim hjónum Gullu og Ara varð tíu barna
auðið. Þau eru í aldursröð: Karl (f. 1943),
Þorleifur (1945-1991), Ingibjörg Þuríður (f.
1946), Valgerður Margrét (1948-1994), Jón (f.
1949), Sveinn (f. 1951), Haraldur Nikódem-
us (f. 1953), Ari (f. 1954), Guðrún (f. 1956)
og Anna Helga (f. 1960).
Gulla eignaðist því alls 13 börn enda af
sunnnn kölluð Barna-Gulla og tók hún því viðurnefni jafnan vel.
Ari, seinni maður Gullu, var þrettán árum eldri en hún en samt áttu
þau mjög vel saman og eins þótt þau væru ólík í lunderni en Ari var
mjög hægur í skapi. Eins var hann bókelskur með afbrigðum og ákaflega
barngóður. Þegar Ari féll frá í janúar 1966 þá varö það Gullu og börnun-
um niikið andlegt og fjárhagslegt áfall. Þó svo að nokkur barnanna væru
uppkomin þá voru ennþá sex undir 16 ára aldri og þess vegna þurftu all-
ir að leggjast á eitt til þess að halda heimilinu gangandi. A þessum tíma
var samtryggingakerfi þjóðarinnar veikt og á Blönduósi var litla vinnu
að hafa og sú vinna sem bauðst var lágt launuö. Þess vegna varð það úr
áriö 1970, fjórum árum eftir fráfall Ara, að Gulla tók sig upp og fluttist til
Reykjavíkur með t\'ö yngstu börnin.
Eftír að Gulla kom til Reykjavíkur starfaði hún í fyrstu í eldhúsinu á
Hótel Borg, því næst á dvalarheimilinu Hrafnistu en vann síðustu starfs-
árin hjá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Gulla hélt eigið heimili þang-
að til 1990 en flutti þá í þjónustuíbúð aldraðra að Furugerði 1 í Reykjavík
og þar bjó hún til æviloka við sérstaklega gott atlæti.
Gulla var skapbrigðamikil og tilfinninganæm persóna. Hún var alla
tíð félagslynd og tók jafnan virkan þátt í félagslífi á Blönduósi. Þátttakan
í kvenfélaginu var henni mikils virði og það félagsstarf sem þar var unn-
ið. Auk þess að vera félagslynd þá var hún mjög umburðarlynd gagnvart
galsa barnanna en heildarfjöldi þeirra gat oft á tíðum orðið býsna hár í
Skuld þegar saman voru talin og komin börn hennar sjálfrar og vinir,
kunningjar og leikfélagar hennar barna. Gulla var framúrskarandi kokk-
ur og það fólk, sem lék sér sem lítill snáði eða snót í Skuld, minnist þess