Húnavaka - 01.05.2002, Page 181
H U N' A V A K A
179
Ólafur Ólafsson
frá Kambakoti
Fœddur 24. maí 1905 - Dáinn 4. ágúst 2001
Olafur Olafsson var svo að segja jafn gamall tuttugustu öldinni, aðeins
skeikaði tæpum fimm árum. Hann var fæddur í Háagerði á Skagaströnd,
sonur Olafs Olafssonar og Helgu Arnadóttur. Ólafur var næstyngstur í
sex systkina hópi og jafnframt sá síðasti þeirra sem kveður þennan heim.
Alsystkinin voru fimm og einn hálfbróðir. Þau
voru í aldursröð: Jón Arnason, sem Helga átti
fyrir sambúð þeirra Olafs, þá Helga, María,
Guðríður, Ólafur ogjón.
Þegar Olafur var tæpra tveggja ára missti
hann föður sinn. Var þá heimilið leyst upp og
börnunum komið í fóstur á hinum og þessum
bæjum á Skagaströndinni. Olafi var komið fyr-
ir hjá hjónunum, Olafi Björnssyni og Sigur-
laugu Sigurðardóttur á Arbakka í
Vindhælishreppi þar sem hann sleit barns-
skónum, ólst upp og bjó til 25 ára aldurs. Arið
1930 hóf hann búskap að Þverá í Hallárdal.
Þangað réðist til hans sem ráðskona Guðbjörg Hallbera Guðjónsdóttir
og hófu þau Olafur sambúð og eignuðust tvíburana Hall og Þóreyju árið
1931. Fljótlega eftir það slitnaði upp úr sambúð þeirra og búskapnum á
Þverá sömuleiðis og flutdst Ólafur þá aftur niður á Arbakka. Þar kynntist
hann Klemensínu Guðnýju Jónsdóttur sem þar var vinnukona. Felldu
þau hugi saman og eignuðust dótturina Fríðu árið 1933.
Upp úr þessu fór Ólafur alfarinn frá Arbakka og flutti að Borgarlæk á
Skaga. Þangað réðist til hans sem ráðskona Sveinfríður Jónsdótdr sem
hafði verið í ráðsmennsku á Gauksstöðum á Skaga. Hafði hún du árum
áður misst mann sinn, Erlend Gíslason, í sjóslysi frá þremur börnum
þeirra. Þau eru í aldursröð; Guðmundur (f. 1921) og er nú ládnn, Guð-
rún (f. 1922) og Erla (f. 1923). Ólafur og Sveinfríður hófu fljótlega sam-
búð og giftu sig árið 1935 eða sama ár og þau fluttu í Kleif á Skaga en í
millitíðinni höfðu þau búið í Álfhól í Skagahreppi. I Kleif bjuggu þau í
þrettán ár og eignuðust þar fjögur börn en hið elsta af sameiginlegum
börnum þeirra, Jónmundur Friðrik, fæddist í Alfhól 1934. Hin fjögur
eru í aldursröð; Ingibjörg Olga (f. 1935), Eiðný Hilma (f. 1936), Olafur
(f. 1939) og loks Guðríður Fjóla (f. 1941). Auk þess ólust upp hjá Ólafi