Húnavaka - 01.05.2002, Page 183
H UNAVAKA
181
Magnús Bjarni Blöndal,
Snæringsstöðum
Fæddur 12. janúar 1959 - Dáinn 7. september 2001
Magnús Bjarni Blöndal var fæddur á Skagaströnd, sonur hjónanna,
Sveinbjörns Helga Blöndal og konu hans, Birnu Ingibjargar Jónsdóttur
Blöndal. Hann var næstelstur fjögurra systk-
ina en elst er Elsa Lára (f. 1955), næstyngstur
er Kristján Jón (f. 1963) og yngstur er Númi
Orri (f. 1966).
Magnús hóf sambúð með Sólveigu Eiðs-
dóttur (f. 1964) er hann var rúmlega hálfþrí-
tugur og bjuggu þau saman í tíu ár. Eftir að
þau slitu samvistum héldu þau góðum tengsl-
um og vináttu uns yfir lauk. Eignuðust Magn-
ús og Sólveig eina dóttur, Sóleyju Elsu
(f. 1986). A milli þeirra feðginanna var ætíð
einstakur kærleikur, gagnkvæm virðing og
stolt og fengu þau góðan styrk hvort frá öðru
í erfiðum veikindum hans.
Magnús starfaði við eitt og annað meðan hann bjó á Skagaströnd.
Hann var í almennri verkamannavinnu, í rækjuvinnslunni, til sjós um
tíma auk þess sem hann var tamningamaður til margra ára og hafði get-
ið sér gott orð fyrir þá iðju enda voru hestar og hestamennska ætíð ofar-
lega í huga hans. Kannski var það fyrst og fremst vegna þess að í
hestamennskunni fékk náttúrubarnið í Magnúsi að njóta sín Það var
einmitt í hafta- og helsislausu umhverfi náttúrunnar sem Magnúsi leið
best, frelsi eins og það birtist úti í Guðs grænni náttúrunni. Berast á fáki
fráum, fram um veg með fjallshlíð á hvora hönd og syngjandi fuglalíf og
dýralíf allt um kring. En það var einmitt upp á slíkar aðstæður sem jörð-
in Snæringsstaðir í Vatnsdal bauð, jörðin sem hann hafði búið á síðustu
þrjú árin og hafði raunar uppi ýmsar góðar áætlanir með endurbætur
og uppbyggingu þar í framtíðinni.
Magnús var sannkallaður náttúrutalent, listamaður af Guðs náð á
mörgum sviðum. Hagur var hann bæði á tré og járn auk þess sem hann
var hæfileikaríkur teiknari og teiknaði m.a. eftirminnilegar skopmyndir.
Hann hafði gaman af góðri tónlist, var tónelskur og greip stundum sjálf-
ur í það að spila á harmoníku. Hins vegar minnast vafalaust flestir hins
mikla húmorista, leikara og þá sér í lagi gamanleikara sem bjó í Magnúsi