Húnavaka - 01.05.2002, Page 184
182
H U N A V A K A
Blöndal og náði gáski hans og glettni að hrífa með sér bæði börn og aldr-
aða og alla mannlífsflóruna Joar á milli. Standa eftirhermur hans eflaust
upp úr sem hann stundaði á þorrablótum og víðar og var eftir Jdví tekið
hversu mikil áhersla var lögð á smáatriðin og minnstu fínhreyfmgar í fari
þess sem hermt var eftir.
En á bak \'ið grímu eftirhermunnar bjó hjartahlýr og bóngóður maður
sem var ávallt tilbúinn til þess að rétta náunga sínum hjálparhönd við
minnsta viðvik.
I upphafi ársins 2001 greindist Magnús með hvítblæði. I framhaldi af
Jwí, eða um miðjan apr-íl, fór hann utan til Svíþjóðar til mergskipta og
gekk æðfulaus til þeirrar baráttu eins og annarra verkefna í lífinu. Þessi
barátta kostaði hins vegar rniklar þrautir og þjáningar og að lokum varð
líkaminn að láta undan, eftir harða en snarpa baráttu. I þessu stríði stóð
fjölskyldan þétt við hlið Magnúsar en Jdó sér í lagi Elsa Lára, systir hans,
sem sýndi ósérhlífni og hjálpsemi við sjúkrabeð hans alla Svíþjóðardvöl-
ina enda sleppti hún ekki hendi af honum fýrr en síðasta andvarp var
liðið.
Utför Magnúsar var gerð frá Hólaneskirkju 15. september.
Sr. Magnús Magnússon.
Georg Rafn Hjartarson
frá Skagaströnd
Fæddur 27. maí 1923 -Dáinn 13. september 2001
Lífshlaup Georgs Hjartarsonar hófst á þriðja áratug tuttugustu aldar.
Hann var fæddur í Bráðræði á Skagaströnd, sonur hjónanna, Hjartar
Klemenssonar formanns í Vík á Skagaströnd og konu hans, Astu Sveins-
dóttur. Georg var tíundi í röð sextán systkina. Þrjú þeirra dóu í frum-
bernsku en þrettán komust upp á fullorðinsár. Þau voru í aldursröð:
Hólmfríður (1909-1991), Bæring (1911-1991), Ólína (1912-1983), Sig-
urður (f. 1912) sem dó 7 mánaða, Margrét, (f. 1915), býr í Reykjavík,
Sigurbjörg (1916-1985), Guðný, (f. 1918) sem býr á Skagaströnd, Þórar-
inn Þorvaldur (1920-1991), Sveinn (1921-1961), Georg Rafn, Hjörtur
(1925-1961), óskírður drengur, (f. 1926) sem dó mánaðar gamall, Krist-
ján, (f. 1928) sem býr á Skagaströnd, Sigurður, (f. 1930) sem býr á Stað-
arbakka í Helgafellssveit, óskírður drengur, (f. 1931) sem dó mánaðar
gamall og Hallbjörn, (f. 1935) sem býr á Skagaströnd.
Þegar Georg var 33 ára gamall gekk hann að eiga eftirlifandi eigin-
konu sína, Helenu Ottósdóttur, ljósmóður og hjúkrunarfræðing, f. 1923
X