Húnavaka - 01.05.2002, Page 186
184
H Ú N A V A K A
Georg fór að finna fyrir alvarlegum verkjum í fótum tæpum fjórum
vikum fyrir andlát sitt. Þessi verkir leiddu til þess að hann var lagður inn
á sjúkrahús en eftir aðgerð, þar sem fjarlægður var blóðtappi í fæti, kont
í ljós að blóðtappinn var víðar um líkamann sem hafði þau áhrif að mjög
dró af honurn uns hann var allur.
Hann var jarðsunginn frá Hólaneskirkju 22. september.
Sr. Magnús Magnússon.
Þorbjörg Björnsdóttir,
Hæli
Fcedd 27. febrúar 1908 - Dáin 30. september 2001
Þorbjörg var fædd í Sólheimum í Svínavatnshreppi, barn hjónanna, Krist-
ínar Jónsdóttur og Björns Björnssonar. I Sólheimum voru þau í vinnu-
mennsku. Þar var Ikristín uppalin en Björn var ættaður utan af
Skagaströnd, fæddur að Blálandi í Hallárdal. Börn Ki'istínar og Björns
voru: Þorbjörg var elst, þá Ingvar sem er látinn, síðan Jakobína sem
kennd var við Gilá í Vatnsdal, hún er látin, Lárus sent var bóndi á
Mallandi og Neðra-Nesi á Skaga og er látinn,
Guðrún sem býr á Geithömrum og yngstur er
Sigurjón sem lengi var bóndi á Orrastöðum
en er fluttur til Blönduóss.
Tólf ára gömul réðst Þorbjörg til snúninga
að Hvammkoti í Skefdsstaðahreppi þ\í að
snemma þurfti hún að sjá sér farborða. Síðan
réði hún sig sem vinnukona að Stóradal og
var fermd þaðan. Frá Stóradal fór hún að
Hvammi í Vatnsdal.
Veturinn 1930 voru foreldrar hennar
komnir í vinnumennsku að Hæli í Torfalækj-
arhreppi. Þar bjó einn síns liðs Kristján Bene-
diktsson. A Hæli lágu saman leiðir Þorbjargar
og Ivi istjáns og þau felldu hugi saman og hófu búskap.
Þorbjörg og Kristján eignuðust ijögur börn í þessari aldursröð: Elísa-
bet Jóna, Sigrún Kristín sem er látin, Heiðar og yngst er Ingibjörg.
Þorbjörg bjó fjölskyldu sinni gott skjól á heimili þeirra en hún var fyrst
og fremst húsmóðir. Aðaláhugamál hennar voru handavinna, söngur og
kveðskapur. Hún átti sjálf gott með að setja saman vísu en hélt því lítið á
lofti. Hún kom nokkuð að félagsmálum og starfaði lengi í Kvenfélagi
Torfalækjarhrepps, sat í stjórn þess og var seinna gerð að heiðursfélaga.