Húnavaka - 01.05.2002, Page 189
H UNAVAKA
187
hann. Síðustu árin, efdr að hann missti heilsuna, var hann í sambýli við
Sigurð, mág sinn.
Sigurjón kom ntikið við sögu félagsmála í sveit sinni og nokkuð á
landsvísu. Ungur hóf hann afskipti af Ungmennafélagi Svínavatnshrepps.
Hann var oft fulltrúi á aðalfundum samvinnufélaganna og sat lengi í
stjórn Sölufélags Austur-Húnvetninga. Hann var kjörinn í hreppsnefnd
Svínavatnshrepps árið 1962 og sat þar til ársins 1994 og sem oddviti síð-
ustu 16 árin þar til hann gaf ekki lengur kost á sér til þeirra starfa. Einnig
var hann um árabil fulltrúi hreppsins í Héraðsnefnd A-Hún.
Mestu átakatímar á stjórnunartíma Sigurjóns í sveitarstjórninni voru
án efa átökin varðandi byggingu Blönduvirkjunar en verulega var tekist á
um þessa framkvæmd. Eg hugsa að sveitungar hans hafl staðið fast að
baki hans, allflestír. Eg held að hann hafi farið ótrauður áfram af festu og
lagni og náð verulegu fram af því sem sveitungar hans stefndu að. Hitt
var annað að langt var frá að allir landsmenn væru sáttir við þróun ntála.
Til að standa í slíkri eldlínu þarf verulegt áræði, dugnað og þor. Ymsir
töldu að of miklar kröfur væru uppi. Eg spurði Sigurjón einu sinni að
því hvort hann gengi ekki fram með of mikilli hörku, þá svaraði hann:
„Frændi, ég er ekki viss um að fólk líti þetta sanngjörnum augum í dag,
komandi kynslóðir geta betur um dæmt.“ Dægurmálin sent uppi eru í
dag gleymast fljótt, verkin koma til með að tala í framtíðinni. Þó svo að
þessi spurning væri nú meir sett fram af mér í stríðni færði ég þetta
aldrei meira í tal við hann.
Fyrir utan stússið við Blöndusamningana þá færðist veruleg vinna inn
á heimilið á Tindum vegna framkvæmdanna. Skrifstofa hreppsins var í
stofunni hjá Sigurjóni. Þetta litla samfélag, Svínavatnshreppur, var orðið
miðstöð stórframkvæmda, þannig að mörgu þurfti að sinna.
Ég gæti alveg trúað því að Sigurjón hafí fundið fyrir því eftir að virkj-
unarmálunum lauk að kominn væri tími til að slaka á. Hann var sáttur
við hvernig til tókst og vildi sinna öðrum áhugamálum. Hann var samt
fenginn til starfa á vegum heimamanna og opinberra aðila í Hálendis-
nefnd sem átti að meta möguleika til skynsamlegrar nýtingar hálendis Is-
lands. Ekki veit ég hvernig þau mál stóðu þegar hann veiktist alvarlega
árið 1999 og náði aldrei fullri heilsu eftir það.
Aliugamál Sigurjóns í seinni tíð voru ættfræði og þjóðlegur fróðleikur.
Hann kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Sigurjón andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni á Blönduósi.
Utför hans fór frarn frá Blönduósskirkju 8. desember.
Gísli Erlendsson.