Húnavaka - 01.05.2002, Page 190
188
H U N A V A K A
Svava Steinsdóttir
frá Neðra-Nesi
Fœdd 17. nóvember 1919 - Dáin 8. desember 2001
Lífsganga Svövu Steinsdóttur hófst á öðrnm áratug tuttugustu aldar. Hún
var fædd að Hrauni á Skaga, dóttir hjónanna, Steins Leós Sveinssonar,
bónda og lu eppstjóra og konu hans, Guðrúnar Kristmundsdóttur. Svava
var fjórða í röð tólf systkina. Þrjú þeirra eru látin en þau voru: Gunn-
steinn, Guðrún og Hrefna, sem dó í frumbernsku. Atta systkinanna lifa
systur sína en þau eru: Rögnvaldur, Guðbjörg Jónína, Tryggvina Ingi-
björg, Kristmundur, Svanfríður, Sveinn, Asta
og Hafsteinn.
Svava sleit barnsskónum á Hrauni á heimili
sent einkenndist annars vegar af glað\ ærð en
ltins vegar af margmenni. Þegar æskuárunum
sleppti fór hún burt til vinnu og stundaði
einkum umönnunarstörf á sjúkrahúsum á
Sauðárkróki og í Hafnarfirði en einnig á
barnaheimilum í Re)’kjavík.
Svava hóf santbúð með Lárusi Björnssyni
bónda á Mallandi árið 1949. Árið 1955 keyptu
þau jörðina Efra-Nes þar sem þau bjuggu til
1967 er þau eignuðust jörðina Neðra-Nes og
bjuggu þar allt til 1994. Það ár fluttu þau til
Skagastrandar í íbúð fyrir aldraða og síðar á Dvalarheimilið Sæborg.
Þau Lárus og Svava eignuðust eina dóttur, Sigrúnu Kristínu (f. 1951)
gifta Sigurði Bjarnasyni og eiga þau t\'ær dætur; Svö\m Guðrúnu og Ingu
Láru. Það hefur verið haft á orði að þegar Lárus hafði eignast Svövu fyr-
ir konu og með henni dótturina Sigrúnu, þá hafi hann átt t\'ær perlur,
eða eins og segir í einu erindi í kvæði Rúnars Kristjánssonar, Lárus í Nesi:
Hann eignaðist konu, sem ól honum dóttur,
þá átti hann perlurnar t\'ær,
sem félagar góðir og verðugir vinir
á vegferð hans ljómuðu þær.
Til síðustu stundar hann sá í þeim báðum
það sólskin er yljaði best,
það skein inn í sál hans á sérhverjum degi
og síðast þann dag er hann lést!