Húnavaka - 01.05.2002, Page 193
H U N AVA KA
191
Hjálmar Pálsson,
Blönduósi
\i
Fæddur 26. júlí 1929-Dáinn 28. desember 2001
Hjálmar Pálsson var fæddur á Blönduósi og bjó þar alla tíð. Foreldrar
hans voru Páll Geirmundsson, gestgjafí, og Hjálmfríður Anna Ki istófers-
dóttir, sem bjuggu á Blönduósi. Systir Hjálmars er Guðný, gift Kristni
Pálssyni, búsett á Blönduósi.
Hjálmar kvæntist Sigríði Þórdísi Sigurðar-
dóttur frá Reykjavík hinn 15. maí 1952. Þau
eignuðust fjögur börn, sem eru:
Sigurður Jónas, bílstjóri, búsettur á Blöndu-
ósi. Kona hans er Margret Skúladóttir. Eiga
þau tvær dætur og Margret átti tvær dætur
áður.
Páll, kjötiðnaðarmaður, búsettur á Akur-
eyri. Hann á tvo syni.
Anna, meinatæknir, búsett í Mosfellsbæ.
Maður hennar er Olafur Baldur Reynisson.
Þau eiga t\7ær dætur saman, Anna á að auki
eina dóttur og Olafur Baldur einn son.
Þórdís, bókari, búsett á Blönduósi. Maður hennar er Þórólfur Oli Aad-
negard. Þau eiga fjögur börn.
Eftir skyldunám stundaði Hjálmar almenn störf eftir jjví sem til féll í
sveit og bæ en aðalatvinna hans varð vörubílaakstur og t'ar hann m.a. í
vegavinnu og flutningaakstri rnilli Blönduóss og Reykjavíkur. Hjálmar var
liugaður og framsækinn og eignaðist einna fyrstur manna í sýslunni dísil-
vörubíl og gröfu. Mikið var leitað til hans eftir aðstoð við ýmislegt með
tæki sín enda var hann einstaklega greiðvikinn og bóngóður en hirti síð-
ur um að innheimta fýrir vinnuna. Aræði og þor byggðist upp á þeim
árum sem það gat tekið allt að þrjá sólarhringa að komast milli Blöndu-
óss og Reykjavíkur og menn urðu annað hvort að duga eða drepast.
Hjálmar var áhugasamur og þolinmóður við að rækta og snyrta í um-
hverfí sínu. Hann hafði gaman af ferðalögum og var áhugamaður um
ln oss, hugsaði vel um skepnur sínar og heyjaði tún sín á hverju sumri.
Hann var félagi í frímúrarareglunni og stundaði þann félagsskap um
tíma en var annars ekki mikill félagsmálamaður. Hann var traustur og
hjálpsamur vinur vina sinna og gaf fjölskyldunni mestallan frítíma sinn.
Þá var hann mikill áhugamaður um fótbolta og fjigdist grannt með leikj-