Húnavaka - 01.05.2002, Síða 198
196
H U N A V A K A
góð er leið á mánuðinn og hey-
skapur auðveldur. Vöxtur Ujágróð-
urs virtist mikill og veðráttan
hagstæð til útiverka. Allir hálendis-
vegir voru færir fyrir mánaðarlok-
in og nokkrir bændur höfðu lokið
fyrri slætti á túnum.
Agúst.
Agústmánuður var ntjög hag-
stæður. Ekki kom dropi úr lofti
fyrstu 10 dagana en eftir það rigndi
lítils háttar í 12 daga, samtals 23,6
nnn. Hiti var yfirleitt tveggja stafa
tala og þann 19. komst hann í 18
stig. Lágmarkshiti var 0,0 stig að-
faranótt 31. Attir voru samfellt
norðanstæðar nema þann 18. og
19. Vindhraði var nokkuð oft
skráður 3 til 4 stig (um 5 til 7
m/sek) og stundum algert logn.
Aldrei gránaði í fjöll eða sá á kart-
öflugrösum. Gróður var í blóma,
bæði gras og tré, en berjaspretta
takmörkuð. Heyskap víðast lokið
og hann talinn tnikill og góður.
September.
September var hagstæður til
allra verka. Urkomu varð vart í 22
daga en 17 þeirra mælanlegir, alls
40 mm. Mesta úrkoma 8,8 mm
þann 14. Hitastig var oftar en ekki
yfir 10 stigum og þrjá daga yfir 14
stigum. Hitastig fór niður fyrir
frostmark fjórurn sinnum frá 8. til
29., þá tveggja stiga frost. Aldrei sá
á kartöflugrösum við veðurathug-
unarstöð. Mesti vindur var gefinn
6 stig af NA þann 9. en nokkrum
sinnum 5 vindstig. Suma daga var
algert logn og áttir annars breyti-
legar og hægar. Vel gekk að ljttka
heyskap og garðvinnu og var upp-
skera yfirleitt góð. Vel gaf til smöl-
unar afrétta nema einn dag er
leitarmenn þurftu að halda kyrru
fyrir vegna þoku. Seinkaði það
réttarstörfum sums staðar lítillega.
Október.
Október reyndist nokkuð um-
hleypingasamur en mildur. Hiti
fór yfir 10 stig 5 daga, mestur 12,7
stig þann 15. og 16. Níu daga fór
hitastigið niður fyrir frostmark.
Kaldast 6,5 stiga frost þann 31.
Gefin voru 6 vindstig af norðri til
NA þann 1. og síðan sarni vind-
styrkur af SA þann 9. Hægviöri var
frá 3. til 6. og breytilegar áttir allt
til 28. en bitur vindur var af NA 29.
og 30. og síðan SA þann 31. Ur-
komti varð vart í 24 daga en 18
mælanlegir, alls 33,7 mm og varla
hægt að segja að snjór kæmi úr
lofti á athugunarstað og varla grátt
í rót þótt fjöll væru skráð hvít síð-
asta daginn en auð fyrstu 10 daga
mánaðarins, síðan flekkótt til mán-
aðamóta. Frosts í jörðu gætti rnjög
lítið en trjágróður hafði fellt lauf.
Nóvember.
Ostöðugt tíðarfar var í nóvem-
ber, úrkomu- og vindasamt. Ur-
koma var skráð 24 daga en 21
mælanlegur með 69,5 mm heildar-
úrkomu, 36,4 mm regn og 33,1
mm snjó. Tíu dagar frá 1. til 19.
voru frostlausir. Hlýjast 12,2 stiga
hiti þann 16. en kaldast 14 stiga
frost þann 28. og 14,7 stiga frost
þann 29. Frostlaust var með öllu 1.