Húnavaka - 01.05.2002, Page 199
H LJ NAVAKA
197
og 2., 9. og 10. og síðan frá 14. til
19. Snjór var skráður frá 3. til 8. og
síðan frá 20. til mánaðarloka og
var þá allmikill svo ryðja þurfti vegi
sem hálir voru og samgöngur því
erfiðar. Mesti vindur var skráður 8
stig af SV og alloft voru skráð 7
vindstig af breytilegum áttum. Jörð
var að mestu frostlaus undir snjón-
um í lok nóvember.
Desember.
Varla er ofmælt að desember
hafi verið afbrigðilegur sökum
góðviðris og hlýinda. Frostlaust var
með öllu í 14 sólarhringa eða frá 7.
til 18. og 20. til 23. Hlýjast varð
11,7 stiga hiti þann 11. en kaldast
14 stiga frost þann 30. Snjólag var
gefið frá 1. til 10., síðan þann 19.
og frá 26. til loka mánaðarins og
ársins. Suðlægar áttir voru frá 1. til
18. en breytilegar úr því og algert
logn var á gamlársdag. Mestur
vindur var skráður 8 stig þann 7. af
SV. Urkoma var skráð 21 dag en 15
mælanlegir með alls 36,1 mm úr-
komu, 27 mm snjó og 9,1 mm
regni. I lok ársins voru samgöngur
greiðar um alla vegi, vatnsföll auð
ogjörð klakalítil. Þannig endaði
fyrsta ár tuttugustu og fyrstu aldar-
innar með ágætum, eins og árið
var allt, með litlum undantekning-
um.
Tekid saman eftir vedurbókum árs-
ins 2001 á Blönduósi.
Grímur Gíslason.
FRÉTTIR FRÁ
BLÖNDUÓSSBÆ.
A árinu var unnið að
ýmsum framkvæmd-
um hjá Blönduóssbæ og undirfyr-
irtækjum. Stærsta framkvæmd
sveitarfélagsins var, líkt og árin
1999 og 2000, vegna endurnýjunar
fráveitulagna norðan Blöndu. Ibú-
ar Blönduóss voru þann 1. desem-
ber 2001 alls 899.
Fráveituframkvœmdir.
Framkvæmdir við frárennsl-
islagnir norðan Blöndu var stærsta
framkvæmd sveitarfélagsins á ár-
inu. Um var að ræða lokaáfanga
verksins sem hófst árið 1999.
Stefnt er að því að hreinsistöð frá-
veitu verði formlega tekin í notk-
un á vormánuðum 2002. I
tengslum við þessar framkvæmdir
var unnið að gatna- og gangstéttar-
framkvæmdum, jarðvegsjöfnun,
frágangi lóðar hreinsistöðvar
ásamt fleiru. Með framkvæmd
þessari hefur Blönduóssbær skipað
sér í forystu sveitarfélaga á lands-
byggðinni hvað varðar umhverfis-
mál og um leið skapað íbúum og
atvinnufyrirtækjum betri aðstæður
til búsetu og framleiðslu afurða í
hreinu og ómenguðu umhverfi.
Gatnagerð - Gangstéttir - Göngustígar.
A árinu var unnið að viðhaldi
gatna í tengslum við fráveitufram-
kvæmdir. Skipt var um jarðveg í
götu að hreinsistöð fráveitu svo og
plani fyrir bílastæði. Allt umhverfi