Húnavaka - 01.05.2002, Page 224
222
I I LJ N A V A K A
Gísli Gubmundsson með teikningu af
járnbmut er skal koma á milli
Blönduóss og Vatnahverfis.
Ljósm.: Páll Ingpór.
Grunnskólanum á Hofsósi og Hól-
um, Arskóla, Varmahlíðarskóla,
Höföaskóla, Húnavallaskóla og
Grunnskólanum á Blönduósi.
Stúlkurnar okkar sigruðu í keppn-
inni eftir að hafa lagt að velli kyn-
systur sínar úr Árskóla í
æsispennandi úrslitaleik. Dreng-
irnir okkar stóðu sig einnig nijög
vel. Þeir höfnuðu í öðru sæti en
máttu lúta í lægra haldi fyrir liði
skipuðum piltum frá Hofsósi og
Hólum. Árlega er einnig haldin
íþróttakeppni milli grunnskólanna
í Austur-Húnavatnssýslu. Þar etja
nemendur í 7.-10. bekk kappi við
jafnaldra sína úr hinum tveimur
grunnskólunum í sýslunni, Húna-
vallaskóla og Höfðaskóla. Keppnin
var haldin á Skagaströnd að þessu
sinni en skólarnir skiptast á að
halda keppnina. Skólinn okkar
sigraði að þessu sinni en keppt var
bæði í hefðbundnum og óliefð-
bundnum íþróttagreinum, s.s.
körfubolta, fótbolta, koddaslag,
sippi, þrautaboðhlaupi, púsluspili
og limbó.
Góðar gjafir.
Skólanum bárust veglegar gjafír
á árinu. Kvenfélagið Vaka aihenti
skólanum 30 þúsund krónur til
bókakaupa fyrir bókasafn skólans.
Bílaþjónustan ehf. veitti skólanum
einnig 25 þúsund króna styrk til
bókakaupa fyrir skólasafnið. Þá gaf
Kaupfélag Húnvetninga skólanum
stafræna myndavél sem alhent var
á skólaslitum. Skólinn er afar þakk-
látur fyrir þann velvilja sem hon-
um er sýndur með þessum
höfðinglegu gjöfum.
Þróunarstarfi
Á skólaárinu unnu starfsmenn
skólans að mati á skólastarfi. Um
er að ræða svokallað sjálfsmat eða
innra mat þar sem starfsmenn
skólans leggja sjálfir mat á ýrnsa
þætti í skólastarfmu s.s. kennslu-
og stjórnunarhætti, santskipti inn-
an skólans og tengsl við aðila utan
hans. Markmið sjálfsmatsins er að
vinna kerfisbundið að því að bæta
árangur af skólastarfinu. Með þess-
ari vinnu gerum við okkur betur
grein fyrir stöðu skólans, hverjar
eru veikar hliðar og hverjar eru
sterkar hliðar hans. Skólinn gaf út
sjálfsmatsskýrslu í haust og var hún
sérstaklega kynnt fyrir starfsfólki
skólans, foreldraráði, skólanefnd
og bæjaryfirvöldum. Sjálfsmadð er