Húnavaka - 01.05.2002, Page 232
230
H U N A V A K A
Undirbúningsnejnd ásamt Sigurgeiri Þorgeirssyni framkvœmdastjóra BI við
heimsins stærstu peysu. F.v.: Guðbjartur Guðmundsson, SigurðurErlendsson,
Vignir Sveinssoti, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Jón Gíslason Hoji, Sigurbjörg
Jónsdóttir með dótturdótturina Magneu, Gunnar R. Kristjánsson, Jóhanna E.
Pálmadóttir, Björn Þ. Björnsson méð sdóttur sína, Sigurgeir Þorgeirsson og
Haukur Suska-Garðarsson.
skrítnar og sumir lögðu mikið á sig
til að þetta heppnaðist. Umtalað er
hversu samhentir Austur-Húnvetn-
ingar voru.
Félagið leitaði til ýmissa sölufyr-
irtækja út um allt land sem hafa
vörur sem tengjast sauðfjárbúskap
á einn eða annan hátt eða vinna úr
afurðum og voru langílestir tilbún-
ir til að koma og sýna vörur sínar.
Einnig sýndi handverksfólk, sem
vinnur úr sauðfjárafurðum, til
dæmis ull, beinum, hornum og
íleira.
Skarphéðinn Einarsson og
Pálmi Gunnarsson opnuðu hátíð-
ina á því að spila á trompet lagið,
Hæ, Kúlurétt, í útsetningu Skarp-
héðins. Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri Bændasamtaka
Islands, setti sýninguna og Guðni
Agústsson, landbúnaðarráðherra,
ávarpaði samkomuna. Skemmtiat-
riði voru frá upprekstrarfélögun-
um í sýslunni. Sigrún Grímsdóttir,
Saurbæ og Jón Bjarnason, Asi
kváðu stemmur að gangnamanna-
sið. Jóna Fanney og faðir hennar,
Svavarjóhannsson, Litladal, sungu
og lögðu til þá ljúfu stenniingu
sem einkenndi allan daginn.
Oddvitakeppni var haldin undir
styrkri stjórn Guðmundar Hall-
grímssonar frá Helgavatni en
Magnús Sigurðsson, Hnjúki, lýsti
leiknum. Oddvitar eða fulltrúar
þeirra austan og vestan Blöndu
mynduðu tvö lið. Keppnin fólst í