Húnavaka - 01.05.2002, Side 241
IIUNAVAKA
239
Sú nýbreytni var á vegum félags-
ins að Húnvetningum var boðið í
Gunnfríðarstaðaskóg til að fella
sitt eigið jólatré. Veður var með af-
brigðum gott og ásókn í skóginn
eftir því. Flestir keyptu sér blágreni
og rauðgreni en lítils háttar var
fellt af öðrum tegundum.
Framkvœmdir.
Unnið var að kortlagningu á
trjágróðri fram á Gunnfríðarstöð-
um á sl. hausti. Fékk félagið Skóg-
ræktarfélag Islands sér til aðstoðar
við verkið og gekk sú vinna fljótt
og vel. Með kortagerðinni vinnst
margt. Auðveldara er að velja vega-
stæði í gegnum skóginn, leggja
stíga, þar sem gengið er fram hjá
áhugaverðum stöðum og skrá allar
framkvæmdir eftir númerakerFi
sem er á kortunum.
Einnig er komið gróðursetning-
arkort af Landgræðsluskóginum
og tegundir valdar sem henta eiga
best á hverjum stað. Kortagerð
þessi mun auðvelda alla skráningu
við gróðursetningu og aðrar fram-
kvæmdir á svæðinu.
Sett var nýtt hlið við skógarkof-
ann og borð með bekkjum komið
fyrir þar rétt hjá. Unnið var í vega-
gerð syðst í skóginum, áleiðis ofan
í elsta skóginn. Viðhald girðinga
var nokkuð og toppstýringu hald-
ið áfram við lerkið.
Landgræðsluskógasvæðið í
Vatnahverfi var tekið út í haust af
skógfræðingi. Hefur þar orðið
töluverð breyting á góðurfari síð-
ustu árin. Búið er að gróðursetja
um 242 þúsund plöntur. Af því eru
um 150 þúsund lauftré, 62 þúsund
barrtré og 30 þúsund af víðiteg-
undum. Birkið hefur mikla yfir-
burði í fjölda trjáa sem búið er að
planta eða um 144 þúsund
skógarplöntur. Þó er stafafuran,
sem skartar um 22 þúsund trjám,
meira áberanda í landslaginu en
birki. Innan fárra ára verða þær
tuttugu tegundir af trjám og runn-
um, sem þar hafa verið gróðursett-
ar, vottur um hvað hægt er að gera
á erfíðu landssvæði.
Tijámœlingar.
A vegunt skógræktarfélagsins
voru stundaðar nokkrar trjámæl-
ingar sl. haust. Mælt var á Blöndu-
ósi og nokkrum bæjum í
Torfalækjarhreppi, Langadal og í
Vatnsdalnum. Einnig eru mæling-
ar frá öðrum aðilum.
Þau tré sem mældust 10 m eða
hærri:
Tegundir Staður Hæð Dags. Mælingar
Alskaösp Gunnsteinsst. 14,50 11/11'01
Alaskaösp Móberg 13,08 '00
Greni Saurbær 12,70 4/11'01
Greni Gunnsteinsstaðir 11,80 11/11'01
Greni Saurbær 11,50 4/11 '01
Alaskaösp Saurbær 11,50 4/11 '01
Greni Ashr.reiturinn 11,40 4/1101
Greni Æsustaðir 11,40 11/11'01
Greni Gunnsteinsstaðir 11,00 11/11 '01
Alaskaösp Þórdísarlundur 10,80 4/11'01
Blæösp Saurbær 10,25 4/1101
Sitkagreni á Húnabraut 7 og
Alaskaösp á Húnabraut 26 voru
hæstu trén á Blönduósi vorið 2001
og þá orðin 7,6 m. En um haustið
var Alaskaösp á Holtabraut 4 kom-
in fram úr þeim og reyndist hún
vera 8,05 m. Ef við teljum Hrútey